top of page

ALLT ER FERTUGUM FÆRT: Leiksýning List án landamæra

508A4884.JPG

miðvikudagur, 17. maí 2023

ALLT ER FERTUGUM FÆRT: Leiksýning List án landamæra

Leikhópurinn Perlan, sem hlaut heiðursviðurkenningu List án landamæra í ár, býður upp á leikhúsveislu í tilefni af 40 ára afmæli sínu.

Frumsýnd verða tvö ný verk á þessum merku tímamótum. Fyrir hlé verður fjölskylduleikritið Mjallhvít og dvergarnir sjö. Ný leikgerð var samin upp úr æfintýrinu Mjallhvít og dvergarnir sjö. Boðorð Metoo byltingarinnar um að ekki eigi að kyssa sofandi stúlku án samþykkis eru fléttuð inní þetta klassíska ævintýri. Einnig er fjölbreytileika samfélagsins fagnað þar sem hver má vera með sínu nefi svo framarlega sem það skaðar ekki neinn. Létt og skemmtilegt ævintýri fyrir alla fjölskylduna.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page