top of page

ALLAR ÁR ERU SAMA ÁIN

508A4884.JPG

fimmtudagur, 17. júlí 2025

ALLAR ÁR ERU SAMA ÁIN

Einkasýning eftir Clara de Cápua
Sýningarstjórn: Isabel Roth

Opnun: 18. júlí, kl. 17–20
Sýningartími: 18.–27. júlí
Opið virka daga kl. 16–19; laugardaga og sunnudaga kl. 14–19
Staður: Mjólkurbúðin – Kaupvangsstræti 12, Akureyri
Sýningin á rætur sínar að rekja til minninga og hverfandi tíma.

Hún samanstendur af verkum sem unnin voru á árunum 2020 til 2025 og byggir á minningum
listakonunnar um föður sinn. Sýningin fjallar um fjarveru, framhald og endursköpun.
Minningin — endurskrifuð, enduruppgötvuð, lánuð — verður að hráefni og rými fyrir sköpun í
teikningu, myndbandi, málverki, prentverki og ljósmyndun.
Vatnið í ánni, ásamt öðrum þáttum tengdum hafi og siglingum sem koma fyrir í sýningunni, vekja
upp æskuminningar listakonunnar frá Mato Grosso do Sul, í sveitum Brasilíu.
Meðal verka sem sýnd eru er málverkaröðin Nós (hnútar / „við“), sem fjallar á myndrænan hátt um
bæði líkamlega og táknræna hnúta — þá sem mynda tengsl í hlutum og þá tilfinningalegu.
Fyrir utan sjálfa minninguna vísa árnar í titli sýningarinnar einnig til liðandi tíma.

Clara de Cápua (Jaú, 1984) er fjölhæf brasilísk listakona sem vinnur á mörkum sviðslista og
myndlistar. Hún býr nú í Portúgal þar sem hún stundar doktorsrannsókn við Háskólann í Porto með
styrk frá FCT (2024.00306.BD), portúgölsku rannsóknarstofnuninni. Hún er með meistaragráðu í
listum (2010) og BA-próf í leiklist (2005), bæði frá UNICAMP-háskólanum í Brasilíu. Listsköpun
hennar snýst um ferla hvarfs og spennuna á milli nærveru og fjarveru í myndum. Árið 2024 hélt
hún einkasýninguna Desaparição í Porto, Portúgal. Hún hefur tekið þátt í samsýningum og
alþjóðlegum viðburðum, þar á meðal Boreal Screendance Festival (Ísland, 2024), XXII alþjóðlegu
listatvíæringunni í Cerveira (Portúgal, 2022) og Paadmaan Video Event #2 (Íran, 2021). Verk hennar
eru í eigu einkasafna, í opinberu safni MDS – Museum of Sexual Diversity (São Paulo, Brasilía), og í
Ar: Acervo Rotativo (São Paulo, Brasilía).


English


ALL RIVERS ARE THE SAME RIVER

Solo exhibition by Clara de Cápua

Curated by Isabel Roth
Opening: July 18, from 17h to 20h
Open through July 27: Monday to Friday, from 4 PM to 7 PM;
Saturdays and Sundays, from 2 PM to 7 PM
Venue: Mjólkurbúðin - Kaupvangsstræti 12, Akureyri

The exhibition takes memory and disappearance as its starting points.
Gathering works created between 2020 and 2025, it unfolds around the memory of the artist’s
father and explores themes such as absence, continuity, and reinvention.
That memory — rewritten, reinvented, borrowed — becomes material and setting for the creation
of drawings, videos, paintings, prints, and photographs.
The waters of the river, along with other nautical elements present in the exhibition, recall
memories from Clara’s childhood in Mato Grosso do Sul, in the interior of Brazil.
Among the works on view, the painting series Nós (Knots/Us) visually explores both physical and
symbolic knots — those that tangle in objects, but also in emotional bonds.
Beyond the evocation of memory, the rivers that run through the title of the exhibition also allude
to the passage of time.

Clara de Cápua (Jaú, 1984) is a multidisciplinary Brazilian artist who works in between the
performing and the visual arts. She currently lives in Portugal, where she is developing a doctoral
research at Porto University, supported by FCT (2024.00306.BD). She holds a Master’s degree in
Arts (2010) and a Bachelor’s degree in Performing Arts (2005), both from UNICAMP, Brazil. Her
interests focus on processes of disappearance and the tension between presence and absence in
images. In 2024, she held the solo exhibition Desaparição in Porto, Portugal. She has participated
in group shows and exhibitions, including the “Boreal Screendance Festival” (Iceland, 2024), the
“XXII International Art Biennial of Cerveira” (Portugal, 2022), and the “Paadmaan Video Event #2”
(Iran, 2021). Her works are held in private collections, in the public collection of the “MDS -
Museum of Sexual Diversity” (São Paulo, Brazil), and in the “Ar: Acervo rotativo” (São Paulo,
Brazil).

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page