top of page

Alþýðuhúsið, Siglufirði: Endimörk / Limits - Anna Júlía Friðbjörnsdóttir

508A4884.JPG

miðvikudagur, 9. mars 2022

Alþýðuhúsið, Siglufirði: Endimörk / Limits - Anna Júlía Friðbjörnsdóttir


Um næstu helgi verða tveir menningarviðburðir í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.

Laugardaginn 12.03.22. kl. 15.00 opnar Anna Júlía Friðbjörnsdóttir sýningu í Kompunni. Sýningin ber yfirskriftina Endimörk / Limits og stendur til 27.03.22.
Anna Júlía verður viðstödd opnun og eru allir velkomnir.

Sunnudaginn 13. mars kl. 14.30 verður Ida Semey með erindi á Sunnudagskaffi með skapandi fólki. Erindið ber yfirskriftina „Sjáðu mig eða sjáðu til „ og verða bornar fram kaffiveitingar á meðan á erindi stendur. Allir eru velkomnir.

Auk þessa verður til sölu Kind eftir Aðalheiði S. Eysteinsdóttur til styrktar flóttafólki frá Úkraínu. Söluverð er 400.000 kr. og mun það renna óskert til söfnunarinnar. Þau sem hafa áhuga á kaupum er vinsamlegast bent á að hafa samband við Aðalheiði í síma 865-5091


Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page