top of page

AI\NI - Árni Valur Axfjörð og Anton Lyngdal

508A4884.JPG

miðvikudagur, 8. maí 2024

AI\NI - Árni Valur Axfjörð og Anton Lyngdal

Laugardaginn 11.maí kl.15:00-20:00 n.k. mun Fyrirbæri við Ægisgötu 7 opna sýninguna AI \ NI eftir Árna Val Axfjörð og Anton Lyngdal unna út frá hugmyndum listamannanna á þróun gervigreindar og áhrifum hennar á listsköpun mannsins.

Gervigreind er forrituð, hún lærir og tekur sjálfstæðar ákvarðanir. Hún lærir hratt og skilar afurð sinni hratt frá sér. Hún skapar nýjar útgáfur. Hún getur reiknað út tilfinningar út frá svipbrigðum. Hún þjónar okkur vel. Talað er um að hún verði mennsk og öðlist sjálfsvitund.

Gervigreind er forrituð, hún byggist á þeim upplýsingum sem maðurinn matar hana með. Hún vinnur alltaf út frá orðum og gjörðum mannsins. Hún fylgir fyrirfram ákveðnu formi. Hún finnur ekki tilfinningar, hún finnur ekki sársauka, í hana vantar alltaf neistann, sálina. Gervigreindin er ekki upprunaleg, hún er takmörkuð.

Maðurinn hefur verkvit og hugvit. Hann finnur til og hefur tilfinningagreind. Maðurinn skapar fallega hluti án utanaðkomandi aðstoðar, hann skapar á sínum hraða. Ekkert getur komið í staðinn fyrir sál og neista listamannsins, listamaðurinn er ekki takmarkaður, maðurinn er ekki takmarkaður.

Náttúran, sem er uppspretta alls lífs er nauðsynleg, gervigreindin er ekki uppspretta lífs, hún er er byggð á því sem náttúran hefur nú þegar skapað.

Sýningin opnar í Fyrirbæri við Ægisgötu 7, laugardaginn 11.maí kl. 15:00-20:00
Sýninginn stendur frá 11.maí til 6.júní

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page