top of page

Agnes Freyja Björnsdóttir: GLUFA í Outvert Art Space

508A4884.JPG

miðvikudagur, 31. maí 2023

Agnes Freyja Björnsdóttir: GLUFA í Outvert Art Space

Laugardaginn 3. júní kl. 16 verður opnuð sýning á verkum Agnesar Freyju Björnsdóttur í Úthverfu á Ísafirði. Sýningin ber heitið Glufa og stendur til sunnudagsins 18. júní. Listakonan verður viðstödd opnun sýningarinnar og boðið verður uppá léttar veitingar.

Á sýningunni Glufu gefst færi til að skyggnast inn í einhvers konar sviðsetningu af óræðum stað. Í rýminu eru vísbendingar um staðinn og hlutirnir þar minna á hversdagslega hluti sem við sjáum í okkar daglega umhverfi; glufa inn í annan heim sem er kunnuglegur en nýr á sama tíma.

Agnes Freyja Björnsdóttir er með BA-gráðu í vöruhönnun frá Listaháskóla Íslands þaðan sem hún útskrifaðist vorið 2020. Eftir útskrift hefur hún unnið stjálfstætt sem meðlimur í tríóinu studio allsber ásamt Silvíu Sif Ólafsdóttur og Sylvíu Dröfn Jónsdóttur.

Helstu miðlar sem Agnes notar í verk sín eru keramík, vídeó og hljóð og einkennandi fyrir verk hennar eru húmor, leikur og tilraunagleði. Viðfangsefnin í verkum Agnesar vísa oft í hversdaginn og hvernig hann birtist okkur í ólíkum myndum.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page