top of page

Aðalheiður Eysteinsdóttir hlýtur Eyrarrósina 2023

508A4884.JPG

fimmtudagur, 11. maí 2023

Aðalheiður Eysteinsdóttir hlýtur Eyrarrósina 2023

Eyrarrósina 2023 hlýtur Aðalheiður Eysteinsdóttir fyrir Menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.

"Sú menningarstarfsemi sem Aðalheiður Eysteinsdóttir hefur leitt í Alþýðuhúsinu á Siglufirði í rúman áratug hefur svo sannarlega haft gildi bæði fyrir nærsamfélagið og íslenskt menningarlíf almennt.

Í Alþýðuhúsinu er starfsemi allt árið um kring. Þar er m.a. starfrækt galleríið Kompan, þar sem 7-9 myndlistarsýningar eru settar upp á ári. Áhersla er lögð á fjölbreytta samtímamyndlist.

Mánaðarlegir viðburðir, svokallað Sunnudagskaffi, fara fram í alrými hússins. Í aðalsal Alþýðuhússins eru svo reglulega settir upp stærri viðburðir einsog listahátíðirnar Leysingar, Frjó og Skafl sem allar spanna fleiri listgreinar.

Á þeim áratug sem húsið hefur verið í rekstri hafa um 200 menningarviðburðir farið þar fram og um 2000 listamenn og aðrir skapandi einstaklingar hafa komið að starfseminni. Vegleg bók var gefin út á síðasta ári um starfsemina fyrsta áratuginn í húsinu."

Alls bárust 33 umsóknir um Eyrarrósina 2023 og Hvatningarverðlaun Eyrarrósarinnar 2023 hvaðanæva af landinu. Eyrarrósin er viðurkenning sem veitt er framúrskarandi menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins. Hún beinir sjónum að og hvetur til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar á sviði menningar og lista. Hvatningarverðlaun Eyrarrósarinnar eru veitt verkefnum sem eru 3 ára eða yngri sem hafa listrænan og samfélagslegan slagkraft og hafa alla burði til að festa sig varanlega í sessi.

Að verðlaununum standa í sameiningu Byggðastofnun, Icelandair og Listahátíð í Reykjavík.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page