Aðalfundur SÍM: Laugardaginn 27. maí 2023 á Korpúlfsstöðum
fimmtudagur, 4. maí 2023
Aðalfundur SÍM: Laugardaginn 27. maí 2023 á Korpúlfsstöðum
Aðalfundur SÍM verður haldinn laugardaginn 27. maí 2023 á Korpúlfsstöðum frá kl. 13–15
Á dagskrá eru:
1. Skýrsla stjórnar
2. Reikningar
3. Stjórnarkosning
4. Kosning eins fulltrúa í sambandsráð sbr. 9. gr.
5. Kosning félagslegs skoðunarmanns og endurskoðanda til eins árs
6. Lagabreytingar
7. Ákvörðun félagsgjalda
8. Önnur mál
Kjörtímabili þriggja stjórnarmanna lýkur vorið 2023. Þau eru:
Hildur Elísa Jónsdóttir, aðalmaður,
Pétur Thomsen, aðalmaður,
Elísabet Stefánsdóttir, varamaður.
Pétur Thomsen býður sig fram til áframhaldandi setu í stjórn.
Elísabet Stefánsdóttir býður sig jafnframt fram á ný sem varamaður í stjórn.
Hildur Elísa Jónsdóttir hefur ákveðið að hverfa úr stjórn og býður sig ekki fram á ný.
Í stað hennar býður Soffía Sæmundsdóttir sig fram sem nýr varamaður í stjórn.
Þá býður Þóra Karlsdóttir, núverandi varamaður, sig fram til aðalmanns í stjórn.
Kjörtímabili Önnu Eyjólfsdóttur, formanns, Hlyns Helgasonar, aðalmanns og Freyju Eilífar, varamanns, lýkur vorið 2024.
Þar sem framboð eru ekki fleiri en þau sæti sem laus eru teljast Pétur, Soffía, Þóra og Elísabet sjálfkjörin í stjórn SÍM næstu tvö árin, fram til 2025.
Stjórn SÍM leggur fyrir fundinn eftirfarandi tillögu til breytinga á lögum SÍM:
Lagt er til að greinar 1 og 3 taki breytingum sem hér segir:
Tillaga að breyttum lagagreinum hljóðar svo:
1. grein
Samband íslenskra myndlistarmanna, SÍM, er hagsmunafélag myndlistarmanna.
3. grein
Tilgangur og markmið Sambands íslenskra myndlistarmanna er:
a) að vera málsvari allra myndlistarmanna ,
b) að efla starfsgrundvöll þeirra og kjör,
c) að gæta hagsmuna þeirra og réttar,
d) að standa vörð um tjáningarfrelsi þeirra og höfundarétt,
e) að vera virkur fulltrúi þeirra í alþjóðasamstarfi.
Viðkomandi greinar í núverandi lögum eru hér til samanburðar:
1. grein
Samband íslenskra myndlistarmanna, SÍM, er hagsmuna- og stéttarfélag myndlistarmanna.
3. grein
Tilgangur og markmið Sambands íslenskra myndlistarmanna er:
a) að efla samtök myndlistarmanna og vera málsvari allra myndlistarmanna og samningsaðili þeirra.
b) að bæta kjör og starfsgrundvöll myndlistarmanna, gæta hagsmuna þeirra og réttar.
c) Samband íslenskra myndlistarmanna hlutast ekki til um listastefnur, stjórnmálaskoðanir eða trúarbrögð.
Núveraandi lög SÍM í heild má finna hér: https://www.sim.is/reglur