Aðalfundur Baklands Listaháskóla Íslands
þriðjudagur, 28. maí 2024
Aðalfundur Baklands Listaháskóla Íslands
Aðalfundur Baklands Listaháskóla Íslands 2024 verður haldinn í Hljóðbergi Hannesarholti þriðjudaginn 28. maí, kl. 17–18:30.
Í upphafi fundar verður kynning frá Kristínu Eysteinsdóttur nýskipuðum rektor um stöðu skólans og breytingar á starfi sem verið er að skipuleggja. Síðan taka við hefðbundin aðalfundarstörf þar sem störf félagsins undanfarið ár verða rakin og fjárhagur. Hildur Gunnlaugsdóttir fulltrúi í stjórn LHÍ kynnir starfið þar.
Við hvetjum sem flesta til að njóta með okkur léttra veitinga að fundi loknum.
Dagskrá:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Kristín Eysteinsdóttir rektor, kynning á stefnumótun og áherslumálum Listaháskólans.
3. Skýrsla stjórnar um starfsemi Baklandsins
4. Skýrsla fulltrúa Baklandsins í stjórn L.H.Í.: Hildur Gunnlaugsdóttir fulltrúi Baklandsins í stjórn LHÍ.
5. Ársreikningar Baklandsins lagðir fram.
6. Stjórnarkjör sbr. 9. gr.
7. Ákvörðun árgjalds — tillaga að það sé óbreytt.
8. Kosning skoðunarmanns reikninga og eins til vara.
9. Önnur mál
10. Fundi slitið