top of page

Aðalfundur Íslensk Grafík 2023

508A4884.JPG

fimmtudagur, 11. maí 2023

Aðalfundur Íslensk Grafík 2023

Aðalfundur Íslenskrar grafíkur 2023 verður haldinn í húsnæði félagsins að Tryggvagötu
17 þriðjudaginn 30. maí, kl. 19:00 – 21:00.

Dagskrá aðalfundar:
1. Skýrsla stjórnar og nefnda.
2. Reikningar (skýrsla gjaldkera).
3. Stjórnarkosning
4. Ákvörðun félagsgjalda.
5.Nýir félagsmenn - umsóknir teknar fyrir.
6. Önnur mál.
Allar samþykktir á aðalfundi verða að hljóta einfaldan meirihluta greiddra atkvæða.

Vegna liðar 3, stjórnarkosning:
Óskum eftir framboðum til starfa í stjórn og nefndum félagsins.
Kjörtímabili stjórnarmanna lýkur vorið 2023. Þau eru:

Elísabet Stefánsdóttir, formaður
Anna Snædís Sigmarsdóttir, gjaldkeri
Þórdís Elín Jóelsdóttir, ritari
Marilyn Herdís Mellk, meðstjórnandi
Valgerður Björnsdóttir, meðstjórnandi.

Elísabet býður sig fram til áframhaldandi starfi formanns til 2 ára
Anna Snædís býður sig fram til áframhaldandi starfi gjaldkera til 2 ára
Þórdís ásamt Marilyn bjóða sig áfram sem ritara og meðstjórnanda til 1 árs.
Valgerður býður sig fram sem meðstjórnanda til 1 árs ef enginn býður sig fram.

Sýningarnefnd skipa
Gunnhildur Ólafsdóttir
Fríða María Harðardóttir
Daði Guðbjörnsson
Sýningarnefndin öll býður sig áfram til starfa.

Verkstæðisnefnd skipa:
Laura Valentino
Victor Rodriques
Atli Bender
Laura hefur ákveðið að hverfa úr verkstæðisnefnd og býður sig ekki fram á ný.
Victor og Atli verða áfram í verkstæðisnefnd.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page