top of page

AÐALFUNDARBOÐ

508A4884.JPG

fimmtudagur, 23. mars 2023

AÐALFUNDARBOÐ

AÐALFUNDUR SAMBANDS ÍSLENSKRA MYNDLISTARMANNA
verður haldinn laugardaginn 27. maí 2023 á Korpúlfsstöðum
kl. 13–15.

Dagskrá aðalfundar:
1. Skýrsla stjórnar
2. Reikningar
3. Stjórnarkosning
4. Kosning eins fulltrúa í sambandsráð sbr. 9. gr.
5. Kosning félagslegs skoðunarmanns og endurskoðanda til eins árs
6. Lagabreytingar
7. Ákvörðun félagsgjalda
8. Önnur mál

Allar samþykktir á aðalfundi verða að hljóta einfaldan meirihluta greiddra atkvæða.

Stjórnin skal kosin rafrænt og eru allir skuldlausir félagsmenn sambandsins kjörgengir.

Skrifleg tilkynning um framboð til stjórnarstarfa skal hafa borist skrifstofu SÍM eigi síðar en föstudaginn 29. apríl 2023.

Eftirtaldir stjórnarmenn voru kjörnir til tveggja ára í maí 2021 og lýkur þeirra kjörtímabili á þessum aðalfundi 2023: Hildur Elísa Jónsdóttir og Pétur Thomsen, aðalmenn og Elísabet Stefánsdóttir, varamaður.

Eftirtaldir stjórnarmenn voru kjörnir til tveggja ára í maí 2022 og lýkur þeirra kjörtímabili í maí 2024: Anna Eyjólfsdóttir, formaður, Hlynur Helgason og Freyja Eilíf, aðalmenn og Þóra Karlsdóttir, varamaður.

Lagabreytingatillögur verða að berast skriflega til skrifstofu SÍM eigi síðar en föstudaginn 29. apríl 2023.

Þann 4. maí verður sent út endanlegt fundarboð með lista yfir þá félagsmenn sem gefa kost á sér til stjórnarstarfa fyrir SÍM næsta kjörtímabil.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page