top of page

25% - Spark Plugs // Kveikjuþræðir

508A4884.JPG

fimmtudagur, 4. desember 2025

25% - Spark Plugs // Kveikjuþræðir

25% - Spark Plugs // Kveikjuþræðir

“25%“ er samsýning fyrsta árs mastersnema í myndlist, þar sem nemendur sýna ný verk
sem þau hafa unnið á haustönn 2025. Þetta er þrettánda útgáfa sýningarraðarinnar
Kveikjuþræðir, sem er sýnd árlega í lok fyrstu annar.

Opnar 5. desember klukkan 15:00-18:00
Myndlistardeild LHÍ, Laugarnesvegur 91, 105 Reykjavík
Kubburinn – Sykurmolinn – Hulduland – Naflinn – H. Hansen
Einnig opið: laugardaginn & sunnudaginn 6. & 7. desember 12:00-17:00

Ímyndaðu þér spotta af tíma, þú heldur öðrum enda hans milli þumals og vísifingurs
vinstri handar.
Með hægri hönd rennir þú fringrunum frá enda spottans, sem þú heldur þegar í vinstri
hendi, fram að hinum endanum. Þú togar þétt í strenginn, hann er akkúrat þinn faðmur
að lengd, miðjan strengd yfir brjóstkassann. Þú brýtur spottann saman til helmings, svo
helmingar þú helminginn. Spottinn er enn jafn langur og hann hefur alltaf verið, en núna
geturðu séð þræði spottans slaka. Þarna er einhver myndlíking, þú veist ekki hvað hún
þýðir en þú munt vita þegar þú veist. Þræðirnir breyta um lögun, losna og þéttast og
verða að hnútum sem seinna er hægt að leysa úr. Þú heldur þessari mynd í huganum
þegar þú strengir spottann aftur yfir brjóstkassann. Margir hlutir eru sannir samtímis.
Þú telur þig þig þekkja lag þegar þú hefur heyrt fjórðung þess, þú getur ímyndað þér
leiðirnar sem laglínan gæti endað, og svo bíðurðu, helst í ofvæni.
Badumm,
Badumm!
BADUMM!
Við höfum rétt svo farið yfir olnbogann, bráðum hittum við í hjartastað.

Nemendur:
Áslaug Magnúsdóttir
Celina Aleksandra Borzymowska
David Vincent Frommhold
Einar Viðar Guðmundsson Thoroddsen
Hildur Ása Henrysdóttir
Litten Nyström
Noah Bakken Holt-Seeland
Pola Sutryk
Regn Sólmundur Evu
Sólbjört Vera Ómarsdóttir
Weilan Cha
Þórður Túsan Alisson

//

“25%“ is a group exhibition where first-year students in the MA Fine Art programme
present work they have produced during the fall semester 2025. This is the 13th edition
of the Spark Plugs (Kveikjuþræðir) exhibition series; presented annually at the end of the
MA first year’s students 1st semester.

Opening December 5th at 15:00-18:00
Myndlistardeild LHÍ, Laugarnesvegur 91, 105 Reykjavík
Kubburinn – Sugar Cube – Hulduland – Naflinn – H. Hansen
Also open: Saturday & Sunday, December 6th & 7th from 12:00-17:00

Imagine a string of time, you hold onto one end between your thumb and index of your
left hand.
With your right hand you slide your fingers from the end of the string you already hold in
your left hand to the other end. You pull the string tightly, it is exactly your wingspan, the
middle strung across your chest. You fold the string in half, and then half the half. The
string is still its original length, but now you can see the relaxed threads which make up
the string. The threads are a metaphor, you don’t know for what yet, but you will know
when you know. The threads change their shapes, get loose and tighter and become
knots which can then be detangled. You keep this visual in your mind when you pull the
string back across your chest. Many things are true at the same time.
You think you know the song a quarter way through, you can imagine the ways in which
the melody can resolve, and then you wait, preferably at the edge of your seat.
Ba dumm,
Ba dumm!
BA DUMM!
We have only passed the elbow, soon we get to the heart.

Students:
Áslaug Magnúsdóttir
Celina Aleksandra Borzymowska
David Vincent Frommhold
Einar Viðar Guðmundsson Thoroddsen
Hildur Ása Henrysdóttir
Litten Nyström
Noah Bakken Holt-Seeland
Pola Sutryk
Regn Sólmundur Evu
Sólbjört Vera Ómarsdóttir
Weilan Cha
Þórður Túsan Alisson

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page