top of page

100 // LG

508A4884.JPG

fimmtudagur, 14. nóvember 2024

100 // LG

Sýningaropnun verður fimmtudaginn 14. nóvember frá 18:00-20:00 og allir velkomnir!

Yfirskrift sýningarinnar vísar til eitt hundraðasta sýningarviðburðar LG frá upphafi. Fyrsta sýningin var haldin 12. september 2019 til minningar um Ketil Larsen og varð sýningarrýmið því 5 ára á þessu ári.

Á sýningunni er viðburðaröð LG rakin frá upphafi og öllum sýningum gerð skil með uppsetningu á sjónrænu auðkenni með vísan í sýningartexta ásamt QR kóða sem tengir sýningargesti við myndefni viðkomandi sýningar.

Með þessu langar okkur að heiðra myndlistarfólk, gefa sýningargestum innsýn inn í það starf sem átt hefur sér stað á tímabilinu, varpa ljósi á þann fjölbreytta hóp innlends og erlends myndlistarfólks sem sýnt hafa í rýminu - en ekki síst að vekja athygli á þeim menningarlegu verðmætum sem skapast hafa á þessum fimm árum.

Við erum þakklát fyrir samstarfið við alla þá listamenn sem sýnt hafa - það er þeim að þakka hversu langt við höfum farið og þeim að þakka að í dag fögnum við þessum áfanga.

Um leið viljum við þakka öllum sýningagestum sem lagt hafa leið sína til okkar hvaðanæva að, en þeim skiptir þúsundum á þeim 5 árum sem rýmið hefur verið starfrækt.

Að lokum viljum við þakka Hafnarfjarðarbæ (Menningar og ferðamálanefnd) fyrir dýrmætan stuðning í formi styrkja og viðurkenningu á því menningarstarfi sem við höfum staðið fyrir í þessu einstaka rými.

Viðburðurinn er styrktur af menningar og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar

Aðrir opnunartímar:
Föstudagur 15. nóvember 13:00 - 20:00
Laugardagur 16. nóvember 12:00 - 16:00
Sunnudagur 17. nóvember 14:00 - 17:00

Viðburðurinn er styrktur af Menningar og ferðamálanefnd Hafnarfjarðarbæjar.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page