top of page

10 ráð við gerð viðskiptaáætlana og öflun fjármagns – Masterclass með Áslaugu Magnúsdóttur

508A4884.JPG

fimmtudagur, 22. maí 2025

10 ráð við gerð viðskiptaáætlana og öflun fjármagns – Masterclass með Áslaugu Magnúsdóttur

Ert þú með verkefni sem þarf að fjármagna? Nýja vöru? Sýningu eða tónlistarhátíð ?
Þá þarf pottþétta áætlun og þekkingu á næstu skrefum fjármögnunar!

Tilvalið fyrir fyrirtæki eða einstaklinga í hverskonar nýsköpun sem og alla sem vilja efla sína þekkingu ásamt því að njóta leiðsagnar Áslaugar og hennar víðtæku reynslu. Námskeiðið skiptist í tvo hluta:

Viðskiptaáætlanir:
Framsetning viðskiptaáætlunar
Efni viðskiptaáætlunar
Fjármögnun:

Tegundir fjárfesta
Hvernig fjárfestar henta best á hverju stigi?
Hvernig er best að nálgast fjárfesta?
Markmið:
Markmiðið með námskeiðinu er að miðla og auka þekkingu fólks á aðferð og efni sem tíðkast við gerð og framsetningu viðskiptaáætlunar. Einnig verða kynntar mismunandi tegundir fjárfesta ásamt kostum og göllum eftir því á hvaða stigi verkefnið eða fyrirtækið er.

Skipulag:
Námskeiðið er tvö skipti, 2 klst. í senn.

Mánudag og þriðjudag 2. & 3. júní – 16:30-18:30.

Áslaug Magnúsdóttir er með Cand. juris gráðu frá Háskóla Íslands, LL.M. frá Duke háskóla og MBA frá Harvard Business School. Hún hefur víðtæka reynslu bæði sem fjárfestir og frumkvöðull og er meðal annars stofnandi tískuvefsíðunnar Moda Operandi og fatamerkisins Kötlu. Hún hefur reynslu af fjármögnun bæði á Íslandi og erlendis. Á meðan Áslaug var forstjóri Moda Operandi aflaði hún fjármögnunar frá fjárfestingarsjóðum sem mörkuðu næst stærsta „venture capital financing round“ allra tíma í Bandaríkjunum af félagi stofnað einvörðungu af konum.

Nánar á https://opni.lhi.is/namskeid/10-rad-vid-gerd-vidskiptaaaetlana-og-oflun-fjarmagns-masterclass-med-aslaugu-magnusdottur/

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page