top of page

ZF Projectraum, Berlin: Skætings Hringekjan / Big Mouth Carousel - Samsýning

508A4884.JPG

fimmtudagur, 12. maí 2022

ZF Projectraum, Berlin: Skætings Hringekjan / Big Mouth Carousel - Samsýning

Skætings Hringekjan | Big Mouth Carousel
Gunnhildur Hauksdóttir | Veronica Brovall | Ulrika Segerberg
ZF Projectraum,
Opnun 13 Maí, 2022
14.05-15.06.
Herzer Strasse 91, Neuköln, Berlin

https://www.gunnhildur.this.is/
http://www.veronicabrovall.com/
https://ulrikasegerberg.net/

Þrjár listakonur koma saman og sameina skúlptúr, málverk, teikningu og gjörning í eina heild, í samsýningunni Big Mouth Carousel eða Skætings hringekjan.

Höfundareinkenni hverrar um sig eru sameinuð í eitt heildar myndmál, í staðbundna innsetningu og svo gjörning síðar sýningartímabilinu. Þær gefa rými fyrir tilviljanir og leikgleði í innsetningarferlinu þar sem þær reyna hið ómögulega, að tengja verkin saman í eina heild. Þetta reyna þær með því að nálgast sameiginlegt viðfangsefni þráar, hringrásar og kraftbirtingar. Þannig sameinast verk þeirra í eina sögn, með lagskiptu sjónrænu tungutaki hverrar fyrir sig.

Gunnhildur mun sýna blekteikningar með hringlaga mótívi og opnar þannig upp fyrir viðfangsefni hringekjunar, yfirborð þeirra líkist vatni eða blautri himnu. Með því að hengja satínborða og hringlaga form í loftið innan um verkin tengir hún formið út í rýmið og við verk samsýnenda. Leir skúlptúrar Veroniku leita á veggina á meðan málverk Ulriku færa sig fram á gólfið. Verk Veroniku fjalla um tilvistarlegar yfirherslur, kynræna spennu og ofbeldi. Ulrika sýnir málverk sem sviðsetja sameiningu forma, einsog augu sem umbreytast í eðalsteina, brjóst sem hjól sem rúlla niður brekkur, út úr málverkinu, inn í rýmið og yfir í önnur verk.

Gunnhildur mun vinna sérhljóða gjörning fyrir sjö konur, sem viðbragð við sýningunni og sérstaklega við málverkum Ulriku, sá verður nánar auglýstur síðar.
Sérstakar þakkir fá hljómsveitin Spaðabani, Salla Brovall Holmer fyrir sérstaka félagsmiðla snilligáfu sem og Muggur, Launasjóður listamanna og Nau Start Kultur fyrir fjárstuðning.

Ljósmynd: Katrín Inga Jónsdóttir

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page