Yara Geo Concept: Jarðljós / Earthlight

fimmtudagur, 30. janúar 2025
Yara Geo Concept: Jarðljós / Earthlight
Íslenska hönnunarmerkið Yara Geo Concept hefur ánægju af því að kynna nýja sýningu sína, „Jarðljós / Earthlight“, sem fer fram í EPAL, Laugavegi 7, Reykjavík og stendur til 28. febrúar 2025. Sýningin opnar með sérstökum viðburði þann 1. febrúar 2025 klukkan 15:00–18:00.
Yara Geo Concept sækir innblástur sinn í hina lágu heimskautsbirtu Íslands, þar sem leikur skugga og mjúkrar lýsingar mótar tengsl okkar við náttúruna. „Þessi einstaka birta er leiðarljós hönnunar okkar og skapar ljósgjafa sem heiðra náttúrufegurð hraunsteina og færa hlýleika inn í nútímalegt umhverfi,“ segir Yara Zein, líbanskur listamaður og hönnuður búsett á Íslandi.
Lampar Yöru eru gerðir úr fjölbreyttum hraunsteinum, þar á meðal líparíti og basalti, sem eru vandlega valdir úr hálendi Íslands. Yara leggur áherslu á ábyrga söfnun steinanna með tilheyrandi leyfum frá Náttúrufræðistofnun Íslands. Hún útskýrir að hver steinn sé valinn ekki aðeins vegna fegurðar sinnar, heldur einnig vegna möguleikans á að umbreytast í einstakan lampa. Valferlið hefst með því að sjá fyrir sér hvernig lögun steinsins getur stýrt endanlegu formi lampans og tryggt að upprunalegt form og karakter steinsins séu í fyrirrúmi.
Við sköpunina er lögð áhersla á að virða náttúrulega uppbyggingu steinsins. Í stað þess að breyta honum algjörlega er unnið út frá upprunalegu formi hans og lögð áhersla á að styrkja náttúrulega eiginleika hans. Yara segir að þessi nálgun tryggi að hver hlutur haldi sérkennum sínum, en jafnframt verði hann bæði hagnýtur og einstakt listaverk.
Þótt basalt sé algengara í hönnun, þá sker notkun líparíts sig úr í verkum Yöru. Líparít finnst aðeins á afskekktum og torförnum stöðum og er mjög krefjandi í vinnslu vegna viðkvæmrar og gljúprar áferðar. Það brotnar auðveldlega, sem krefst vandvirkni og nákvæmni við borun og mótun.
Yara útskýrir með að hver lampi sé spegilmynd af eldfjallaarfleifð Íslands og hinni viðkvæmu norðlægu birtu. „Með því að varðveita náttúrulegar línur og áferð steinanna sköpum við hönnun sem brúar bilið milli náttúru og hönnunar og fagnar einstökum fegurð íslensks landslags,“ segir Yara.
Yara Zein er líbanskur listamaður og hönnuður búsatt á Íslandi með bakgrunn í arkitektúr og myndlist. Verk Yöru byggja á íslensku náttúruumhverfi, með áherslu á sjálfbærni og virðingu fyrir efniviðnum. Verk hennar hafa verið sýnd víða á alþjóðavettvangi, meðal annars í Sursock-safninu í Líbanon, Listasafni Árnesinga á Íslandi og Nottingham Contemporary í Bretlandi.
Sýningin verður opin almenningi frá 1. til 28. febrúar 2025 á eftirfarandi opnunartímum:
Mánudaga til laugardaga: 10:00–18:00
Sunnudaga: 11:00–18:00
Sningin býður gestum að upplifa hvernig hönnun og náttúra geta sameinast í verkum sem fagna eldfjallaarfleifð og náttúrufegurð Íslands.
Frekari upplýsingar má finna á www.yarageoconcept.com.