Sjoddý - Heimur lita, forma og tilfinninga

föstudagur, 28. febrúar 2025
Sjoddý - Heimur lita, forma og tilfinninga
Sýningaropnun laugardaginn 1. mars kl. 14.00 – 16.00 í ART67, Laugavegi 61.
Sjoddý er íslensk listakona sem umbreytir landslagi, þorpum og höfnum i lífleg og draumkennd málverk. List hennar einkennist af sterkum litum, einföldum formum og einstöku samspili abstrakts og hálf geómetrískra mynda. Hún vinnur fyrst og fremst með akrýl og olíu á striga eða viðarplötu, þar sem hún byggir upp dýpt og hreyfingu með lagskiptingu, áferð og tjáningarríkum pensilstrokum. Verk hennar skapa brú milli raunsæis og fantasíu og draga þann sem á horfir inn í heim þar sem litir og ljós segja sögur handan orða.
Á sýningunni í Art67 fá gestir tækifæri til að upplifa þessa sérstöku sýn á heiminn, þar sem hvert verk segir sína sögu með litum, ljósi og áferð.
Sjoddý útskrifaðist frá Myndlistaskólaskólanum á Akureyri árið 2013, einnig hefur hún sótt fjölda námskeiða. Hún hefur bæði haldið fjölda einkasýningar og tekið þátt í samsýningum.
Sýningin stendur til loka mars, er sölusýning og eru allir hjartanlega velkomnir.
Art67 er opið sem hér segir:
Mánudaga - föstudaga 11:00 - 18:00
Laugardaga 11:00 - 17:00
Sunnudaga 13:00 – 16:00


