Sara Gunnarsdóttir - Amerískt landslag hversdagsins; cirka 1950-1980
fimmtudagur, 23. maí 2024
Sara Gunnarsdóttir - Amerískt landslag hversdagsins; cirka 1950-1980
Fegurð daglegs lífs kemur fram í ljósmyndum sem fanga hversdag sem einu sinni var.
Það er eitthvað kvenlegt við myndir sem teknar eru í faðmi fjölskyldu og vina í látlausum en jafnframt dýrmætum augnablikum hvunndagsins. Ógrynni venjubundinna stunda sem flétta saman lífsskeið.
Ferðalög, rólegt síðdegi heima við, sólbað með vini eða afmæli. Úr stofunni út í víðáttumikið landslag Ameríku ferðumst við aftur í tímann með venjulegu fólki sem gerir venjulega hluti á venjulegum stöðum. Eitt fallegt augnablik í einu.
Þessum ljósmyndum var safnað saman frá antík búðum í Brooklyn milli 2013-2022.
Sara Gunnarsdóttir (1982) er leikstjóri og listamaður sem hefur skapað teiknimyndir, tónlistarmyndbönd og myndverk fyrir kvikmyndir og sjónvarpsþætti, þar á meðal verðlaunamynd Marielle Heller, “The Diary of a Teenage Girl”, og HBO heimildarþátturinn “The Case Against Adnan Sayed” sem var tilnefndur til Emmy verðlauna. Nýjasta verkefni Söru var að leikstýra margverðlaunuðu teiknimyndinni “My Year of Dicks” og hlaut hún tilnefningu til Óskarsverðlauna.
Sara er fædd og uppalinn í Hafnarfirði. Hún hlaut BFA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands og var á sama tíma partur af tilrauna grúppunni Donna Mess. Hún hlaut Masters gráðu í “Experimental Animation” frá California Institute of the Arts. Útskriftarmyndin hennar, “Sjóræningi Ástarinnar”, var tilnefnd til Óskarsverðlauna stúdenta.
Eftir námið í Kaliforniu flutti Sara til Brooklyn, New York og bjó þar og starfaði í níu ár áður en hún flutti aftur heim í Hafnarfjörð árið 2022 ásamt manninum sínum, Ethan Clarke og dóttur sinni, Grétu Guðrúnu.
Sýningaropnun verður 23. maí frá 18:00-20:00 og allir velkomnir!
Aðrir opnunartímar:
Föstudagur 24. maí 13:00 - 18:00
Laugardagur 25. maí 12:00 - 17:00
Sunnudagur 26. maí 14:00 - 17:00
Viðburðurinn er styrktur af Menningar og ferðamálanefnd Hafnarfjarðarbæjar.