top of page

Polydipsia / Óseðjandi þorsti - Sigthora Odins

508A4884.JPG

föstudagur, 5. júlí 2024

Polydipsia / Óseðjandi þorsti - Sigthora Odins

Sýningin Polydipsia - óseðjandi þorsti, með verkum Sigthoru Odins, opnar í Portfolio galleri, laugardaginn 6. júlí kl. 16.00.

Sigthora sýnir skúlptúrísk veggverk sem eru unnin í ýmsa miðla, þar sem hún teflir saman ólíkum efnivið í abstrakt verkum sem hafa skírskotun þorsta.
Nánari upplýsingar á www.portfolio.is

,,Í nútímanum er stundum eins og við séum öll á þönum eftir næsta dópamínskammti og í okkar samfélagi er þá óhjákvæmilegt að aðrir reyni að ýta undir fíknina og hafa hana að féþúfu. Við erum haldin óseðjandi þorsta en vitum jafnvel ekki í hvað.’’

- Jón Proppé, brot úr texta um sýninguna

Sigthora Odins (f. 1981) útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2015 og lauk diplómanámi í leirlist frá Myndlistaskóla Reykjavíkur árið 2012. Sigþóra hefur tekið þátt í samsýningum hérlendis og erlendis, meðal annars í samstarfi við listahópinn “ Computer Spirit“ á árunum 2016 - 2018 í Noregi og Eistlandi. Hún hefur haldið einkasýningar á verkum sínum á Íslandi og Danmörku og hlotið viðurkenningu fyrir verk sín í Hollandi.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page