top of page

Listmálunarfélagið Úmbra heldur samsýningu í Gallerí Göngum

508A4884.JPG

fimmtudagur, 2. mars 2023

Listmálunarfélagið Úmbra heldur samsýningu í Gallerí Göngum

Listmálunarfélagið Úmbra var stofnað 2018 og er helgað tækni gömlu meistaranna. Félagar hafa stundað nám hjá Stephen Lárus Stephen í Mynd­listarskóla Kópavogs í þessari sérstöku málunartækni. Nafnið er dregið af brúna jarðlitnum úmbru, sem er grunnur í hinni gömlu tækni.

Tækni gömlu meistaranna veitti þeim nákvæma stjórn og yfirvegun í vinnu sinni. En með tilkomu impressjónismans og seinni listastefna með fljótvirkari vinnubrögðum fór þessi tækni úr tísku og féll í gleymsku. Upp úr síðustu aldamótum fór aftur að vakna áhugi á þessum gömlu aðferðum. Brúni jarðliturinn úmbra er grunnur í hinni gömlu tækni og gefur málverkunum heildstæðan svip þar sem honum er blandað í alla aðra liti. Málverkið er vandlega planað fyrirfram. Einkennandi fyrir þessa málun eru þrír meginþættir: dökkir tónar, miðtónar og hátónar. Sérstök vinnubrögð eru fyrir hvern verkþátt um sig. Þetta er tíma­frekt og krefst mikils undirbúnings og skipulagningar svo ekkert fari úrskeiðis. Það er því lítið svigrúm fyrir skyndilegar hugdettur eftir að verkið er hafið.

Verið hjartanlega velkomin á opnun, laugardaginn 4. mars kl 14-17

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page