top of page
Listhús Ófeigs, Skólavörðustíg 5

miðvikudagur, 16. apríl 2025
Listhús Ófeigs, Skólavörðustíg 5
Við viljum vekja athygli á sýningarsal í Listhúsi Ófeigs að Skólavörðustíg 5, Reykjavík. Salurinn sem er mjög bjartur með stórum þakglugga, er staðsettur á efri hæð Gullsmiðju Ófeigs. Flatarmál hans er u.þ.b 30 m2 og hann var nýlega málaður og skipt um lýsingu í honum. Þar hafa verið haldnar tæplega fjögur hundruð sýningar á þeim 33 árum sem hann hefur verið starfræktur.
Sýningarsalurinn er opinn á verslunartima frá kl. 10 - 18 mánudaga til föstudaga og kl. 11 - 16 laugardaga.
Allar frekari upplýsingar fást á staðnum, í síma 551-1161 eða á heimasíðunni www.ofeigur.is
bottom of page