top of page

Leiðsögn listamanns - Anna Álfheiður Brynjólfsdóttir

508A4884.JPG

fimmtudagur, 15. maí 2025

Leiðsögn listamanns - Anna Álfheiður Brynjólfsdóttir

Listasalur Mosfellsbæjar býður ykkur velkomin í leiðsögn með Önnu Álfheiði Brynjólfsdóttur í tengslum við sýningu hennar Vinkill, laugardaginn 17. maí. kl. 14.

Vinkill (e. Angle) er áttunda einkasýning Önnu Álfheiðar Brynjólfsdóttur og samanstendur af tólf verkum, þrívíðum málverkum og plexigler verkum. Þó efniviður sé ólíkur eiga verkin sama uppruna. Undanfarin ár hefur hún unnið með óhlutbundin þrívíð form, þar sem strangflatalist mætir ljóðrænni skynjun. Hér kannar hún mörk listformsins samhliða upplifun áhorfandans.

Anna Álfheiður (f. 1977) útskrifaðist með B.A. í myndlist (2009) og M.A. í listkennslu (2020) frá Listaháskóla Íslands. Hún býr og starfar í Reykjavík.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page