top of page

Frá Innri-Fagradal (The Valley of Inner Beauty) í Gallerí Gróttu

508A4884.JPG

fimmtudagur, 14. desember 2023

Frá Innri-Fagradal (The Valley of Inner Beauty) í Gallerí Gróttu

Sigrún Hrólfsdóttir myndlistarmaður opnar málverkasýningu sína Frá Innri-Fagradal (The Valley of Inner Beauty) í Gallerí Gróttu fimmtudaginn 14. desember kl. 17.

Verkin eru unnin með vatnsleysanlegum olíu- og akrýllitum á striga og forðast klassíska myndbyggingu en sum eru samhverf. Fagurfræði verkanna ákvarðast af persónulegri skynjun listamannsins og þeirri merkingu sem felst í efni og formum. Verkin er hvorki abstrakt né fígúratíf en samspilið milli lita og forma er ákall til boðefna mannslíkamans og sjón- og huglægra áhrifa lita. Titill sýningarinnar er orðaleikur sem vísar til hins innra landslags tilfinninga en einnig til Innri-Fagradals á Skarðströnd þar sem afi Sigrúnar fæddist árið 1912.

Sigrún er myndlistarmaður, sýningarstjóri og fræðimaður. Hún á að baki langan feril í myndlist og hefur haldið fjölmargar sýningar á eigin vegum og ásamt Gjörningaklúbbnum / The Icelandic Love Corpoaration. Hún vinnur verk í fjölbreytta miðla einkum málverk og teikningar en einnig innsetningar, gjörninga og ljósmyndir. Verk hennar fjalla um sýnileg og ósýnileg öfl sem eru að verki í heiminum.

Sigrún var deildarforseti myndlistardeildar Listaháskóla Íslands á árunum 2016-2021 og hefur kennt við LHÍ frá árinu 2002 til dagsins í dag. Hún lærði myndlist við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og Pratt University, New York og er með BA og MA gráðu í listfræði og heimspeki frá Háskóla Íslands. Sigrún býr á Seltjarnarnesi og vinnustofa hennar er við Grandagarð í Reykjavík.

Sýningin er opin á afgreiðslutima bókasafnins og síðasti sýningardagur er 13.janúar 2024.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page