top of page

‘armatura’ í Gallerí Gróttu

508A4884.JPG

fimmtudagur, 27. júní 2024

‘armatura’ í Gallerí Gróttu

Sara Oskarsson ( f. 1981) útskrifaðist með B.A. gráðu í listmálun frá Edinburgh College of Art í Skotlandi árið 2012 og hefur starfað sem listamaður í meira en tvo áratugi. Hún hefur haldið fjölmargar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum.

Fjallað hefur verið um verkin hennar í Telegraph dagblaðinu í Bretlandi og á Arte.Tv í Frakklandi, Þýskalandi og Austur Evrópu. Verkin hafa selst til listaverkasafnara um allan heim. Árið 2013 hlaut verk eftir Söru tilnefningu til Art Gemini Prize verðlaunanna í Bretlandi. Sara er með vinnustofu að Hverfisgötu 14 í Reykjavík.

“Kjarninn í okkur sjálfum er til staðar frá fæðingu. Lífið togar hann og teygir í ýmsar áttir. Ég mála til þess að halda í kjarnann minn. Ég mála til þess að standa vörð um hann. Málverkin eru skjöldur minn og skjól í lífinu. Þar er ég örugg. Í málverkunum lifa draumar mínir og þrár. Þau líta svona út.

Málverkið er miðill sem ég trúi takmarkalaust á. Málverkið er tilraunastofa lífs míns.

Málning, kopar, brons, járn, lakk, blek, blýantur, penni, vax. Endalausar rannsóknir. Endalausar uppfinningar.

Öll höfum við okkar eigin hugsjónir og drauma. Engin veit hvernig þær líta út nema við sjálf. Hvert og eitt okkar verður að standa vörð um þennan kjarna, þessa sál. Þessa rödd sem annars þagnar og drukknar í lífsins sjó.

Ég vonast til þess að verkin minni áhorfandann á að standa vörð um sinn eiginn kjarna.”

Sara Oskarsson um sýninguna ‘armatura’.

Sýningin er opin á afgreiðslutíma bókasafnsins. Síðasti sýningardagur er föstudagurinn 16. ágúst nk.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page