top of page

Þula Gallery: Temprun (UwU) / Tempered (UwU) - Dýrfinna Benita Basalan

508A4884.JPG

föstudagur, 4. febrúar 2022

Þula Gallery: Temprun (UwU) / Tempered (UwU) - Dýrfinna Benita Basalan

Einkasýning Dýrfinnu Benitu Basalan, Temprun (UwU) / Tempered (UwU) opnar á morgun, 5.febrúar klukkan 14-18 í Þulu og stendur sýningin til 27.febrúar.

Í sýningunni Temprun (UwU) leitast Dýrfinna eftir því að kryfja tilfinningar og sjálfsmynd í gegnum fordæmalausa tíma síðustu ára. Hugleiðingar og sjálfskoðun í tilveru sem hvorki virðist svört né hvít, samþykkja gráir tónar tilfiningaskalann skilyrðislaust. "Hver er raunveruleikinn? Ég þarf að jafna mig."

Dýrfinna Benita Basalan, einnig þekkt sem Countess Malaise, er fædd og uppalin á Íslandi. Árið 2018 útskrifaðist hún frá Gerrit Rietveld Academie í Amsterdam, með B.A. gráðu í myndlist og hönnun. Síðan þá hefur hún unnið sem myndlistarkona og komið fram á ýmsum vettvangi og er þar að auki einn stofnenda listhópsins Lucky 3. Nú síðast voru verk Dýrfinnu til sýnis á sýningunni "Fallandi trjám liggur margt á hjarta" í Kling og Bang, 2021

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page