top of page

Þula Gallerí: It´s not you, it´s me - Lilja Birgisdóttir

508A4884.JPG

miðvikudagur, 30. mars 2022

Þula Gallerí: It´s not you, it´s me - Lilja Birgisdóttir

Sýning Lilju Birgisdóttur opnar núna á laugardaginn 2.apríl milli 14-18. sýningin mun standa til 24.apríl.


Sýningin fjallar um samband okkar við hversdagslega hluti sem tapað hafa tilgangi sínum og þannig ef til vill einnig fagurfræðilegu gildi sínu. Ljósmyndirnar eru handmálaðar með olíulitum á silver gelatin prent og eru einskonar portrett myndir af þessum hlutum sem gefur þeim ákveðið rými og endurvekur að vissu leyti tilverurétt þeirra.
"Mér finnst það forvitnileg áskorun að framkalla fegurð þar sem við leitum kannski síst að henni. Fegurðin gerir þá kröfu til okkar að við nálgumst efnislega hluti og lifandi verur með ákveðinni viðhorfslegri mildi, aðeins þannig sjáum við hana."
Lilja Birgisdóttir (f. 1983) lauk námi í ljósmyndun við Konunglega listaháskólann í Hollandi árið 2007 og BA námi við Listaháskóla Íslands árið 2010. Frá námslokum hefur hún verið einn aðstandanda listamannarekna gallerísins Kling og Bang í Reykjavík og 2011 stofnaði hún listtímaritið Endemi ásamt öðrum listakonum. Lilja hefur tekið þátt í fjölda sýninga hér á landi sem og erlendis og má m.a. nefna einkasýninguna Love me back í Rawson Projects í New York 2017, samsýninguna Gróður í Berg Contemporary 2020 og nú nýlega sýningin Ilmur Landslags hjá Listvali 2021. Lilja hefur unnið í mörgum miðlum og fengist við myndverk, videólist, hljóðgjörninga og ljósmyndun. Lilja var höfundur opnunarverks Listahátíðar í Reykjavík 2013, The Vessel Orchestra,þar sem hún vann með kapteinum Reykjavíkurhafnar að því að búa til hljóðgjörning með skipaflautum 15 skipa. Lilja býr og starfar í Reykjavík.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page