top of page

Þula: NO PRETENDING - Rakel McMahon

508A4884.JPG

föstudagur, 7. október 2022

Þula: NO PRETENDING - Rakel McMahon

Sýning Rakelar McMahon, NO PRETENDING , opnar í Þulu laugardaginn 8.október klukkan 16:00 og mun standa til 29.október.
Þetta er sýning á teikningum og málverkum sem Rakel vann er hún dvaldi í Grikklandi á þessu ári og vitna í sjálfsheilun og spádómsspil. Hér er örlítið örtext sem er tilvitnun í Marlene Dumas sem listamaðurinn segir lýsa sýningunni vel. Einnig fylgir texti um listamanninn.

Never mind if it is art, or smart,
But is it ture?
True to what?
True to you, of course.
Texti eftir Marlene Dumas, Always true, 1997

Rakel McMahon er fædd árið 1983. Hún útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2008, diplóma gráðu í hagnýtri jafnréttisfræði við Háskóla Íslands árið 2009 og M.Art.Ed í listkennslufræðum við Listaháskóla Íslands árið 2014.
Rakel McMahon hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum auk annarra menningarlegra viðburða á Íslandi og víða erlendis. Meðal nýlegra sýninga eru; Waiting Room í Harbinger, Safari of Sorts hjá Ltd. Ink Corporation í Glasgow, Skotlandi, Lax í Þulu gallerí og Head to Head í Aþenu, Grikklandi.
Auk þess hefur hún komið að stofnun, skipulagningu og rekstri sýningarverkefna og viðburða á sviði menningar og listar. Þar má nefna fyrrum stjórnarmeðlimur Sequences Listahátíðar og Nýlistasafnsins í Reykjavík. Þá hefur Rakel unnið töluvert mikið í samstarfi við aðra listamenn og má þar helst nefna sviðsverk með skáldinu Bergþóru Snæbjörnsdóttur undir nafninu Wunderkind Collective og samstarf við myndlistarkonuna Evu Ísleifs.
Rakel McMahon vinnur verk sín í ólíka miðla s.s. teikningu, málverk, textaverk og gjörning sem einkennast gjarnan af tvíræðni, myndlíkingu og húmor. Viðfangsefni verkanna hverfast oftar en ekki í kringum mannlega hegðun, samfélagslegan valdastrúktúr og sjónræna menningu. Hin sammannleg vitund er í forgrunni í verkum hennar þar sem hún leitast við að finna nýtt sjónahorn á því kunnuglega allt frá knattspyrnu til öryggisleiðbeininga í flugvélum.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page