top of page

Þula: Be Mine - Auður Lóa Guðnadóttir

508A4884.JPG

föstudagur, 4. nóvember 2022

Þula: Be Mine - Auður Lóa Guðnadóttir

Einkasýning Auðar Lóu Guðnadóttur, Be Mine í Þulu opnar klukkan 16:00 laugardaginn 5.nóvember og stendur frá 5. - 26. nóvember.

Auður Lóa Guðnadóttir (f. 1993) er myndlistarmaður, sem leikur sér á landamærum hins hlutlæga og huglæga, skúlptúrs og teikningar, listar og veruleika. Hún vinnur markvisst með hversdagsfyrirbæri, fígúratíft, og myndmál sem hún sækir í forna jafnt og nýliðna sögu. Auður Lóa útskrifaðist af myndlistasviði Listaháskóla Íslands 2015. Síðan þá hefur hún starfað sjálfstætt og í samstarfi við aðra listamenn, og tekið þátt í sýningum eins og Leikfimi í Safnasafninu, Djúpþrýstingur í Nýlistasafninu og Allt á sama tíma í Hafnarborg. Hún hlaut hvatningarverðlaun myndlistarráðs 2018 fyrir sýninguna Díana, að eilífu. Vorið 2021 opnaði hún sína fyrstu stóru einkasýningu í D-sal Listasafns Reykjavíkur en hún bar titilinn Já / Nei og 2022 opnaði einkasýning hennar í Listasafni Akureyrar undir yfirskriftinni Forvera.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page