top of page

Þula: Avoiding Death and Birth - Anna Maggý

508A4884.JPG

laugardagur, 3. desember 2022

Þula: Avoiding Death and Birth - Anna Maggý

Síðasta sýninguársins 2022 í Þulu er einkasýningu Önnu Maggýjar,
Avoiding Death and Birth. Opnun er 3.desember klukkan 14 og stendur sýningin opin þar til á Þorláksmessukvöld. Á sýningunni sýnir Anna ný ljósmyndaverk sem hún hefur verið að vinna að og er fókusinn að þessu sinni á abstrakt form sem við flæðum með í svarthvítri veröld.

Anna Maggý (f. 1995) notast aðallega við ljósmyndun við gerð verka sinna en einnig aðra miðla á borð við innsetningar og myndbönd. Lýsa má verkum hennar sem tilfinningalegu landslagi - skráargötum sjónræns töfraraunsæis sem áhorfandinn ber lykil að. Anna Maggý leitast við að flytja boð milli raunveruleika og drauma, umhverfis og ímyndunar, skoða mörk milli ytra yfirborðs og undirmeðvitundar.

Um sýninguna í orðum listamannsins:
Dagbókarfærslur færðar í sjónrænt form.
Ósjálfráð skrif úr óséðri, ósagðri undirmeðvitund.
Hinn eilífi bardagi við hugarástandið.
Upp, niður, upp, niður,
niður, upp, niður, upp
og allt þar á milli.
Regla, óregla.
Könnun á innri anda, eigin eðli, könnun á tilverunni.
Skynjun án skipana.
Tilfinningin á sér stað í mér, í þér, í þeim sem horfir.
Í höfðinu.
Ef þú skerpir skynfærin þá skilur þú mig kannski?

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page