top of page

Þula: Í jörðu djúpt undir umferðinni bíður ófæddur skógur þögull í þúsund ár - Björg Örvar

508A4884.JPG

mánudagur, 8. ágúst 2022

Þula: Í jörðu djúpt undir umferðinni bíður ófæddur skógur þögull í þúsund ár - Björg Örvar

Björg Örvar opnar sýningu í Þulu laugardaginn 16.ágúst 16-18. Titill sýningar er "Í jörðu djúpt undir umferðinni bíður ófæddur skógur þögull í þúsund ár" og stendur hún til 7.ágúst.


Björg Örvar útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1979 og stundaði síðan listnám við University of California á árunum 1981-1983.
Björg hefur sýnt víða og er löngu orðin þekkt fyrir málverk sem erfitt er að skilgreina en tenging við náttúruna, tilfiningar og manneskjuna er augljós í áhrifamiklum verkum hennar.
Á þessari sýningu má sjá málverk sem listamaðurinn hefur unnið að síðustu árin ásamt nýjum verkum.
Halldóra Kristín Thoroddsen, skáld og rithöfundur komst vel að orði er hún ritaði um Björgu og verk hennar:
"Form er innihald, innihald er form. Sem aldrei fyrr lýkst sá sannleikur upp fyrir tímanum. Efnisagnir eru upplýsingar í tómi leitandi að sinni samsvörun. Getum við talað um þrá efnsins? Náttúrulífsmálarinn Björg Örvar fjallar um kjarna málsins. Hið smæsta og hið stærsta. Alheim og öreind. Í hugleiðsluástandi skynjum við stundum að innst inni erum við hið sama og umhverfi okkar, örsaga í því heildarverki, byggð því sama efni. Maður, jörð og alheimur eru eitt. ... Það er erfitt að mæla Björgu hillupláss í stefnu¬úrvali myndlistarheimsins. Hér dugir engin ættfærsla, til þess er höfundurinn of sérsinna, þó að hann standi föstum fótum í hringiðunni miðri, dorgandi jafnt úr fagurbókmenntum, tónlist, vísindum og sjónrænum listum. Tilraunir hennar minna kannski helst á tilraunir sumra tónlistarmanna þegar þeir fara inn í tóninn og bjaga fram á bjargbrún, til þess að finna mörkun á milli þess að vera tónn eða bara hljóð."
"Í jörðu djúpt undir umferðinni bíður ófæddur skógur þögull í þúsund ár"
~ Titill sýningar er tilvitnun í ljóð skáldsins Tomas Tranströmer

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page