top of page

Þrjú stutt námskeið og eitt langt hjá Textílfélaginu

508A4884.JPG

fimmtudagur, 24. október 2024

Þrjú stutt námskeið og eitt langt hjá Textílfélaginu

Textílfélagsnámskeið í október og nóvember 2024 - allir velkomnir!

Námskeiðin eru haldin á verkstæði félagsins á Korpúlfsstöðum. Nánari upplýsingar á https://tex.is/namskeid/

Kumihimo 24. október

Kumihimo er hefðbundinni japönsk aðferð til að flétta snúrur, bæði kringlóttar, ferkantaðar og einnig að flétta flata borða. Fléttað er á svokölluðum fléttudiskum sem geta verið ýmist hringlaga eða ferhyrndir. Með kumihimo fléttutækni er hægt að flétta fjölbreyttar gerðir af snúrum með margskonar munstrum.


Sashiko og Boro 31. október

Sashiko og boro er japönsk útsaumstækni með fjölbreytta möguleika. Sashiko er aðferð til að skreyta efni með fjölbreyttum geometrískum munstrum. Aðferðin er einnig tækni til lagfæra, lengja endingu fatnaðar og vefnaðarvöru og hefur verið kallað sýnilegar lagfæringar “visible mending” á slitnum vefnaðarvörum. Þú munt læra þessar handverks aðferðir og hvernig þær hafa þróuðast frá fyrri tímum til nútímans.


Indígó og Shibori 2.& 3. nóvember

Indígó er ævaforn aðferð við að búa til náttúrulegan bláan lit. Talið er að litað hafi verið úr indígó í nokkur þúsund ár meðal annars í Indlandi og Japan og fá litarefni eiga sér jafn langa sögu.

Shibori tækni er sérstök aðferð til munsturgerðar sem upprunnin er í Japan og víðar í Austurlöndum. Mynstrið er gert með því að binda, þræða eða klemma saman efnið. Þessi mynstur hafa ýmis heiti s.s. itjaime, kumo og nemaki og nemendur fá tækifæri til að gera fjölbreyttar tilraunir.

Á námskeiðinu læra þátttakendur að búa til indígó lög og lita bómullar efni sem meðhöndluð hafa verið með shibori tækni til að búa til mynstur.


Náttúrulegir jólakransar 21. nóvember

Á námskeiðinu verður útbúinn náttúrulegur jólakrans. Þátttakendur munu læra grunntækni í að vefja krans. Undirlögin verða gerð úr greinum og verða formin lifandi hringlaga og gerir hver og einn krans út frá sínum sköpunarkrafti.

Notast verður við ýmislegt sígrænt, greinar, plöntur og köngla og eru þátttakendur hvattir til að taka með sér hluti, efni, garn osfrv og vefja inn í kransinn.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page