top of page

Þrjú korter af tungli - Ólöf Björg Björnsdóttir

508A4884.JPG

miðvikudagur, 16. apríl 2025

Þrjú korter af tungli - Ólöf Björg Björnsdóttir

Ólöf Björg Björnsdóttir opnar sýninguna “Þrjú korter af tungli” næstkomandi laugardag 19. apríl kl : 15:00 í 3 Veggjum Listrými, Himinbjörgum, Hellissandi.

"Stundum eigum við okkur korter" segir Ólöf.

Við gefum okkur korter fyrir tilfinnigalífið, gleðina, sorgina, grimmdina, gæfuna.

Við gefum okkur korter til að taka okkur saman í andlitinu, skammast okkar eða hlúa að sárum okkar, heila okkur til að við getum gefið okkur korter til að taka ákvörðun og sá fræjum.

Fræjum í sköpunina fyrir fullmótaða sýningu. Sýningu tilbrigða við ofangreind þrjú korter, þar sem Ólöf vinnur tlfinningatilbrigði sín að fullu tungli í málverk. Ólöf er þekkt fyrir sín umbúðalausu kraftmiklu málverk sem eru á mörkum hins figúratíva og frjálsrar absraktsjónar þar sem hin lausbeislaða tjáningarríka pensilskrift hennar spriklar um myndflötinn í hverfulum dansi angistar og gleði.

Ólöf Björg Björnsdóttir er fædd árið 1973 í Reykjavík, hún býr og starfar í gömlu Álafossverksmiðjunni í Mosfellsbæ. Hún útskrifaðist frá málaradeild Listaháskóla Íslands árið 2001, var í læri hjá kóreskum meistara? auk þess að stunda nám við Listaháskólann í Granada á Spáni. Eins er hún kennari að mennt, lagði auk þess stund á heimspekinám við Háskóla Íslands og hefur sótt „shamanísk“ námskeið hjá suðuramerískum og nepölskum seiðmönnum. Hún hefur kennt myndlist um árabil hjá Menntaskólanum við Sund en hún byrjaði að kenna árið 1994-5 meðhliða myndlistarnámi í Seoul.

Ólöf Björg hefur haldið fjölda sýninga á ferli sínum hér heima og erlendis.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page