top of page

Þræðir og þrívíð form: Skúlptúrar eftir Anni Bloch og Sigurjón Ólafsson

508A4884.JPG

fimmtudagur, 30. maí 2024

Þræðir og þrívíð form: Skúlptúrar eftir Anni Bloch og Sigurjón Ólafsson

Kirsten Rosen­vold Geelan, sendi­herra Dan­merk­ur á Íslandi, opn­ar sumar­sýn­ing­u Listasafns Sigurjóns Ólafssonar í safninu að Laugarnesi föstu­dag­inn 31. maí kl. 16.

Á sýningunni sem nefnist Þræðir og þrívíð form eru þrí­víð textíl­verk dönsku lista­kon­unn­ar Anni Bloch og vald­ir skúlp­túr­ar Sigur­jóns Ólafs­son­ar.

Verk þess­ara lista­manna eru ólík að út­liti, en Anni og Sigur­jón eiga það sam­eigin­legt að hafa skap­að óhefð­bund­in lista­verk með gömlu hefð­bundnu hand­verki. Bæði hafa þau unn­ið í náttúru­efni og nýtt sér út í æsar þá mögu­leika sem efn­ið leyfði. Verk Anni eru unn­in með nál og þræði í silki, hamp eða jafn­vel kop­ar. Verk Sigur­jóns á sýn­ing­unni eru höggv­in í tré, og oft með ýms­um við­bótum, brös­uð málmverk eða mót­uð í leir.

Anni Bloch er mennt­uð frá Hånd­arbejdets Fremm­es Semin­ari­um og er af síð­ustu kyn­slóð þeirra sem lærði út­saum. Hún stund­ar iðn sína til list­sköp­un­ar en jafn­framt því hefur hún rann­sak­að út­saum lið­inna alda og því sem út­saumi teng­ist. Niður­stöð­ur rann­sókn­anna hefur hún birt í riti sínu Dåbs­tøj − Kristen­klæd­er, Histor­ien om dåb­en, barne­synet og tekst­il­erne og í grein­um í fag­tíma­rit­um. Hún hefur hald­ið sýn­ing­ar á verk­um sín­um í Dan­mörku, Sví­þjóð og á Ís­landi.

Sunnu­dag­inn 2. júní klukk­an 14 leið­ir lista­kon­an gesti um sýn­ing­una.

Sigurjón Ólafsson (1908−1982) bjó í Dan­mörku á ár­un­um 1928−45 við nám og störf. Að loknu seinna stríði flutti hann heim og bjó og starf­aði við list sína til ævi­loka. Heim­ili hans og vinnu­stofu var síð­ar breytt og þar er nú safn lista­verka hans. Sigur­jón var með­al braut­ryðj­enda ab­strakt­list­ar á Ís­landi auk þess að vera tal­inn einn helsti port­rett­lista­mað­ur sinn­ar sam­tíðar.

Fond­et for Dansk-Is­landsk Sam­arbejde og Dansk−Islandsk Fond hafa styrkt sýn­ing­una.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page