top of page

Þræðir - Sigrún Ása Sigmarsdóttur

508A4884.JPG

fimmtudagur, 20. júní 2024

Þræðir - Sigrún Ása Sigmarsdóttur

Náttúruleg form eru rauði þráðurinn í verkunum á sýningu Sigrúnar Ásu Sigmarsdóttur. Þráður. Þau eru máluð á undanförnum fimm árum, eða frá því Sigrún tók að munda pensilinn. „Það er aldrei of seint að byrja!“ segir hún.

Í verkunum er sterk vísun í lífrænan plöntuheim og hið smágerða og fínlega er kallað fram með beitingu sterkra lita og áferðar. Ýktar línur birtast einnig.

Sigrún Ása segir: „Auga, snertiskyn og tilfinningar eru oftar en ekki mælitæki fyrir ákvarðanir. Litir eru valdir eftir sterkastri litalöngun hverju sinni, listin er tækifæri til að hlusta á eigið innsæi.“

Leikur og list er mín leið til að vaxa og búa til nýjar sögur um tilveruna. Sterk tenging við náttúruna vekur stöðuga forvitni, undrun, vellíðan og gefur innblástur. Sköpun mín birtist með ljóðum, vatnslitum, útsaumi, teikningu, málverki og margvíslegum aðferðum og verkfærum, ég æfi mig, reyni nýja hluti, leik mér og læri. Ég vil að fólk taki eftir upplyftingu og litagleði í huga sínum við skoðun á verkunum, að þau geri öðrum kleift að finna það sem ég finn, að dvelja með gleði í vakandi vitund”.

Sýningin stendur til 14. ágúst og hana má skoða á opnunartíma safnsins, mán-fim kl. 10-18 og fös 11-18. Athugið að safnið verður lokað 6. júlí-28. júlí.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page