top of page

Þorsteinn Helgason: DIRRINDÍ

508A4884.JPG

fimmtudagur, 14. mars 2024

Þorsteinn Helgason: DIRRINDÍ

Þorsteinn Helgason nam arkitektúr í Kaupmannahöfn og myndlist í Myndlistaskólanum í Reykjavík og í Myndlistar- og handíðaskólanum. Hann sýndi fyrst í Gallerí Fold árið 2000 og hefur síðan sýnt jafnt og þétt hérlendis en auk þess hafa verk hans verið sýnd í Kaupmannahöfn, Lundúnum, Stokkhólmi og í New York.

Þorsteinn á að baki langan starfsferil sem arkitekt en hefur nú snúið sér alfarið að myndlistinni. Hann er mikill áhugamaður um jazz, er sjálfur tónskáld og píanóleikari og hefur löngum kannað samhengið milli tónlistar og myndlistar.

Hann hefur getið sér gott orð innan íslenskrar málaralistar fyrir expressjonísk abstrakt verk sín, sem einkennast af litagleði og rytmískri myndbyggingu. Sýningin DIRRINDÍ er sjálfstætt framhald af sýningunni Dans litanna sem var í Gallerí Fold 2022, þar sem sterk náttúrutenging réði ríkjum og verkin voru innblásin af vatni, gróðri, eldi og ís. Sýningin DIRRINDÍ sýnir þá þróun sem hefur átt sér stað í myndstíl Þorsteins, þar sem náttúran er enn einhvers staðar að baki í myndum hans, en áherslan liggur þó á hinum innri lögmálum lita og forma, og hann beitir ýmsum aðferðum til að gæða þau lífi. Alls staðar í verkum Þorsteins er sterk hrynjandi þar sem form og litir dansa á myndfletinum og handtökin eru hröð og flæðandi. Í verkum DIRRINDÍ sýnir Þorsteinn meiri fimi, meiri dýpt og meiri músík en áður, en heldur áfram djössuðum dansi á striganum. Sýningin DIRRINDÍ kallar á vorboðann ljúfa, boðar bjartari tíð með litríkum flötum og flögrandi línum.

Sýningin stendur frá 2. mars - 23. mars 2024. Opið alla virka daga kl. 12-18, og á laugardögum kl. 12-16.

Sýningin opnar 2. mars og stendur til 23. mars 2024.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page