top of page

Þjóðsögur og plöntuskoðun fyrir fjölskyldur

508A4884.JPG

þriðjudagur, 27. júní 2023

Þjóðsögur og plöntuskoðun fyrir fjölskyldur

Börnum verða sagðar þjóðsögur í Viðey í skemmtilegri náttúrugöngu þann 1. júlí kl. 13:15. Sögukonan er Björk Bjarnadóttir umhverfis- og þjóðfræðingur.

Spáð verður í jurtirnar, nöfn þeirra, athugað verður hvort það fylgi þeim einhver þjóðtrú, nytjar þeirra skoðaðar og fjallað um lækningamátt þeirra ásamt því sem fylgst verður með fuglalífi á eyjunni. Horft verður á hafið og sagðar þjóðsögur af marbendli, margýgjum, hafmönnum, hafströmbum og öðrum verum sem búa í hafinu. Spáð verður í uppruna huldufólks og sögð saga sem tengist Magnúsi Stephensen konferensráð og huldukonu einni. Fjölbreytt saga eyjunnar mun fléttast inn í gönguferðina.

Gangan er jafnt fyrir börn og fullorðna og ef fólk vill getur verið gaman að koma með jurta- eða fuglabækur og stækkunargler. Öll velkomin!

Viðburðurinn er ókeypis, en borga þarf í ferjuna. Siglt verður frá Skarfabakka kl. 13.15. Fólk er hvatt til að kaupa miða fyrir fram á heimasíðu Eldingar.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page