top of page
Þjóðsögur á þriðjudögum í Ásmundarsafni
![508A4884.JPG](https://static.wixstatic.com/media/b4dc0c_ae30d9a5681e42bb9aeafb1459af2433~mv2.jpg/v1/fill/w_615,h_410,al_c,q_80,usm_0.66_1.00_0.01,enc_avif,quality_auto/508A4884_JPG.jpg)
fimmtudagur, 9. febrúar 2023
Þjóðsögur á þriðjudögum í Ásmundarsafni
Nú verður boðið upp á krassandi þjóðsagnalestur fyrir börn og fjölskyldur þeirra alla þriðjudaga kl. 16.15 í Ásmundarsafni í tengslum við sýninguna Sigga Björg og Ásmundur Sveinsson: Andardráttur á glugga.
Við lesum hefðbundnar íslenskar þjóðsögur, kryddum með glænýjum þjóðsögum eftir Siggu Björgu og skoðum sýninguna saman.
Sannkölluð gæðastund í lok dags í ævintýrahúsi Ásmundar Sveinssonar í Laugardalnum. Heitt á könnunni!
bottom of page