top of page
Þjóðsögur á þriðjudögum í Ásmundarsafni
fimmtudagur, 9. febrúar 2023
Þjóðsögur á þriðjudögum í Ásmundarsafni
Nú verður boðið upp á krassandi þjóðsagnalestur fyrir börn og fjölskyldur þeirra alla þriðjudaga kl. 16.15 í Ásmundarsafni í tengslum við sýninguna Sigga Björg og Ásmundur Sveinsson: Andardráttur á glugga.
Við lesum hefðbundnar íslenskar þjóðsögur, kryddum með glænýjum þjóðsögum eftir Siggu Björgu og skoðum sýninguna saman.
Sannkölluð gæðastund í lok dags í ævintýrahúsi Ásmundar Sveinssonar í Laugardalnum. Heitt á könnunni!
bottom of page