Þar sem við erum: John Zurier og Kees Visser í Berg Contemporary
fimmtudagur, 4. apríl 2024
Þar sem við erum: John Zurier og Kees Visser í Berg Contemporary
Verið velkomin á opnun sýningar listamannanna Kees Visser og John Zurier í BERG Contemporary þann 5. apríl.
Þar sem við erum er titill sýningarinnar og opnar hún klukkan 17, en hún stendur til og með 11. maí. Þeir Visser og Zurier eru íslenskum myndlistarunnendum margkunnugir, enda hafa þeir báðir dvalið hér langdvölum undanfarin ár.
John Zurier (f. 1956) málar abstraktverk þar sem litir og yfirborð skapa andrúmsloft og stemningu staða og tímabila – séðra og óséðra, fortíðar og framtíðar. Málverkin bjóða uppá hámarkstilfinningu lita, ljóss, og rýmis með einföldum og beinskeyttum aðferðum. Verk hans hafa hlotið gríðarlega athygli á heimsvísu fyrir einstaka næmni listamannsins fyrir málverkinu sem miðli, en hann býr og starfar í Berkeley í Kaliforníu til jafns við Ísland. Verk hans hafa verið sýnd Í SFMOMA í Kaliforníu, Moderna safninu í Svíþjóð og Whitney tvíæringnum í New York, og svo mætti lengi telja.
Kees Visser (f.1948) málar einkennandi pappírsmálverk sem hann aðlagar sýningarrýminu með kraftmiklu hætti og kanna ónumin svæði með því að nota geómetrísk form, grunnliti og óhefðbundnar aðferðir í nútímamálverki. Hann hefur verið viðloðandi íslensk listalíf frá árinu 1976, allt frá því hann sýndi fyrst í SÚM salnum. Hann býr og starfar í Hollandi, föðurlandi sínu, og á Íslandi til skiptis, en hann er einn af þeim listamönnum sem þykir veigamikill í sögu uppbyggingarstarfs Nýlistasafnsins hér á landi. Verk hans tilheyra mörgum af mikilvægustu söfnum heims, má þar nefna Victoriu og Albert safnið í London, Bibliothèque