Það sætir sjávarföllum

fimmtudagur, 14. ágúst 2025
Það sætir sjávarföllum
Verið velkomin á opnun sýningarinnar Það sætir sjávarföllum Í Hermu, Hverfisgötu 4 þann 15. Ágúst kl. 17:00. Sýningin mun standa yfir dagana 15. - 17. Ágúst.
Fegurð hreyfist eins og sjávarföllin - færist til, hörfar, snýr aftur.
Rétt eins og flóð og fjara er fegurðin aldrei kyrrstæð, heldur fljótandi. Oft streymir hún inn leiftrandi og óumflýjanleg. Öðrum stundum læðist hún undir yfirborðinu, næstum ósýnileg og bíður/biður (aðeins) um að sér verði eftir tekið.
Þessi sýning hófst með einfaldri spurningu: Hvað er fegurð?
Ásetningurinn var ekki að reyna að skilgreina hana, heldur að fylgja þeim vegi sem spurningin leiddi. Spurningin tók mig í ferðalag, ferðalag sem hefur ekkert skýrt svar, aðeins breytilegar vangaveltur. Fegurð er óljós, aldrei einstök, aldrei föst. Hún breytist með tíma, menningu, samhengi. Hún mótast af augnarráði, hreyfanlegt hugtak sem er stundum ákveðið fyrir okkur. Hún umlykur okkur, steypt inn í það venjulega, því sem hefur verið gleymt, því sem hefur verið hent. Síbreytileiki fegurðarinnar kallar á þá hugsun að tilvera hennar er ef til vill allt um kring, í hverjum hlut, á hverjum fleti.
Fegurð finnst ekki alltaf, hana þarf að afhjúpa.
Eins og málverk hengt í hvítum sal eða steinn steyptur í gull, kemur fegurð oft fram í gegnum samhengi. Ramminn, stallurinn, sviðsljósið. Þetta skapar ekki gildi, það afhjúpar það. Það biður okkur að horfa aftur. Að veita athygli.
Hlutirnir á þessari sýningu voru mótaðir af náttúrunni, fundnir meðfram ströndinni, gefnir af hafinu, myndaðir af sjávarföllum, tíma og tilviljun. Þeir eru samstarfsverkefni hafsins og listamannsins. Brot sem áður þjónuðu öðrum tilgangi, nú kyrrsett og heiðruð. Hlutverk mitt er ekki að breyta þeim, heldur að skapa rými, samhengið, þar sem hægt er að sjá væru fegurð þeirra.
Með því að setja þessa hluti, form og hugmyndir í nýtt samhengi býður þetta verk þér að staldra við og endurskoða. Að finna fegurð í því brotna, undur í því veðraða og gildi í því sem við höfum lært að hafna. Hlutur verður að formi, formið verður að fegurð.
Fegurð er alls staðar.
Ekki vegna þess að hún samræmist stöðlum, heldur vegna þess að hún er til og á réttu augnabliki, réttri umgjörð, réttu augnaráði, verður hún sýnileg.
Þetta er boð:
Að horfa aftur.
Að taka eftir meiru.
Að skilja að fegurð er ekki föst hugmynd, heldur breytileg nærvera, alltaf til staðar, bíður eftir að vera séð.
Opnunartímar:
Föstudagur 15. ágúst: 17:00 - 20:00
Laugardagur/Sunnudagur 16. /17. ágúst: 14:00 - 18:00
English
We invite you to the opening of the exhibition Það sætir sjávarföllum, that
will take place at Herma, Hverfisgata 4, on August 15th at 17:00.
The exhibition will run from August 15th to 17th.
Beauty moves like the tides - flowing, receding, returning.
Like the tide and the shore, beauty is never static, but fluid. Often it flows in, flashing and inescapable. Other times it creeps beneath the surface, almost invisible, waiting to be noticed.
This exhibition began with a simple question: What is beauty?
The intention was not to try to define it, but to follow the path the question led. The question took me on a journey; a journey that has no clear answer, only shifting speculations. Beauty is ambiguous, never unique nor fixed. It changes with time, culture and context. It is shaped by the eye, a fluctuating concept that is sometimes determined for us. It surrounds us, cast into the ordinary, the forgotten, the discarded. The ever-changing nature of beauty invites the thought that perhaps its existence is all around us, in every object, on every surface.
Beauty is not always found, it sometimes must be discovered.
Like a painting hung in a white hall or a stone cast in gold, beauty often emerges through context. The frame, the pedestal, the spotlight. This does not create value, it reveals it. It asks us to look again. To pay attention.
The objects in this exhibition were shaped by nature, found along the shore, given by the ocean, formed by tides, time and chance. They are a collaboration between the ocean and the artist. Fragments that once served another purpose, now frozen and honored. My role is not to change them, but to create a space, a context, where their beauty can be witnessed.
By placing these objects, forms and ideas in a new context, this work invites you to pause and reconsider. To find beauty in the broken, wonder in the weathered, and value in what we have learned to reject. An object becomes a form, a form becomes beauty. Beauty is everywhere. Not because it conforms to standards, but because given the right moment, the right setting and the right gaze, it becomes visible.
This is an invitation:
To look again.
To notice more.
To understand that beauty is not a fixed idea, but a changing presence, always here, just waiting to be seen.
Opening hours:
Friday 15th: 17:00 - 20:00
Saturday/Sunday 16th/17th: 14:00 - 18:00


