Þórsmörk listamannasetur - Opið fyrir umsóknir

fimmtudagur, 6. febrúar 2025
Þórsmörk listamannasetur - Opið fyrir umsóknir
Gjaldfrjáls rannsóknardvöl fyrir listamenn til að dvelja í allt að 8 vikur í Þórsmörk á Norðfirði á tímabilinu 15. mars - 15. október 2025. Umsóknir skal senda á menningarstofa@fjardabyggd.is fyrir umsóknarfrest sem er 20.febrúar 23:59.
Rannsóknardvalir eru skipulagðar í samstarfi við Sköpunarmiðstöðina á Stöðvarfirði. Áhersla er lögð á staðbundnar rannsóknir listamanna sem kanna meðal annars náttúruna, náttúruafurðir, umhverfi, sögu handverks og frásagnir íbúa í Fjarðabyggð. Listamenn sem eru búsettir á Íslandi eru hvattir til að sækja um.
Umsókn skal fylgja: Portfolio listamanns, kynningarbréf sem útlistar áhugasvið og hugmyndir að staðbundnum listrannsóknum í Fjarðabyggð og ákjósanlegt 4 - 8 vikna tímabil frá 15. mars - 15. október 2025.
Fyrir frekari upplýsingar og aðrar fyrirspurnir hafið samband við menningarstofa@fjardabyggd.is