top of page

ÞÆR: Listamannaspjall í tengslum við sýninguna ÞÆR eftir Gerlu – Guðrúnu Erlu Geirsdóttur

508A4884.JPG

miðvikudagur, 22. október 2025

ÞÆR: Listamannaspjall í tengslum við sýninguna ÞÆR eftir Gerlu – Guðrúnu Erlu Geirsdóttur

Glerhúsið, Vesturgata 33b – sunnudaginn 26. október kl. 16:00

Spjallið fer fram á íslensku

Í tilefni einkasýningarinnar ÞÆR eftir Gerlu – Guðrúnu Erlu Geirsdóttur verður haldið listamannaspjall í Glerhúsinu fimmtudaginn 24. október kl. 17:00. Þar mun listakonan ræða um verk sín,rannsóknir á menningararfi kvenna og hvernig hún vinnur með arfleifð útsaumsins sem listræna tjáningu og femínískan arf.

Sýningin, sem stendurfrá 12. októbertil 2. nóvember 2025, sýnir um 25 ný verk unnin á árunum 2023–2025. Verkin endurspegla handverkshefðir mæðra- og ömmukynslóða og vekja spurningar um sýnileika, minni og stöðu kvenna í listasögunni.
Tímasetning sýningarinnar ertáknræn – í október eru liðin fimmtíu árfrá kvennaverkfallinu 1975 – og minnir á mikilvægi skapandi framlags kvenna í mótun samfélagsins.

„Í verkunum mínum reyni ég að nálgast þekkingu og reynslu kvenna sem varðveittist í gegnum handverkið – eins konar þráð milli kynslóða sem heldur áfram að tala,“ segir Gerla.

„Sýningin varparljósi á hvernig listahandverk og textílmenning kvenna eru órjúfanlegur hluti af menningarlegri sjálfsmynd okkar og listrænni sögu,“ segir Becky Forsythe, sýningarstjóri.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Opnunartímar sýningarinnar:
Fimmtudaga og föstudaga kl. 15–18
Laugardaga og sunnudaga kl. 14–18
Síðasti sýningardagur: 2. nóvember 2025

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page