Útskriftarsýning Ljósmyndaskólans 2023 í Ljósmyndasafni Reykjavíkur
fimmtudagur, 14. desember 2023
Útskriftarsýning Ljósmyndaskólans 2023 í Ljósmyndasafni Reykjavíkur
Sýning með útskriftarverkum þeirra nemenda sem ljúka diplómanámi í skapandi ljósmyndun frá Ljósmyndaskólanum í lok árs 2023 verður opnuð í Ljósmyndasafni Reykjavíkur föstudaginn 15. desember kl. 15.
Að þessu sinni útskrifast sex nemendur frá Ljósmyndaskólanum. Útskriftarverkin á sýningunni eru fjölbreytt enda viðfangsefni nemenda, listræn sýn og fagurfræði ólík. Endurspegla verkin þannig gróskuna í samtímaljósmyndun og fjölbreytta möguleika sem felast í ljósmyndamiðlinum.
Sýningin opnar föstudaginn þann 15. desember og stendur til 14. janúar 2024.
Aðgangur er ókeypis.
Útskriftarnemendur og heiti verka þeirra:
Ásta Guðrún Óskarsdóttir / Nafnlaus, kona
Grace Claiborn Barbörudóttir / Heldur þú niðri í þér andanum á meðan þú gengur meðfram rústunum?
Harpa Thors / HULDÝPI
Heiðrún Fivelstad / Ég byrja daginn á að keðjureykja
Helgi Vignir Bragason /LÍFSFERILSGREINING
Natasha Harris / Military Brat
Á sýningartímabilinu verða nemendur með leiðsagnir um sýninguna og verða þær auglýstar á miðlum safnsins og Ljósmyndaskólans.
Sýningarstjóri: Katrín Elvarsdóttir
Kynningarmynd: Ásta Guðrún Óskarsdóttir