Útrás fyrir handóða í Myndlistaskólanum í Reykjavík
fimmtudagur, 1. febrúar 2024
Útrás fyrir handóða í Myndlistaskólanum í Reykjavík
Senn fer af stað námskeiðaröðin Útrás fyrir handóða. Um er að ræða þrjú stutt námskeið: eitt í fótógrami, annað í mónóþrykki og hitt í teikningu. Þessi námskeið henta sjálfstætt starfandi myndlistafólki sérstaklega vel, þar sem tímarnir eru allir í einum rykk, og því ekki um að ræða skuldbindingu til lengri tíma.
Útrás fyrir handóða: Fótógram er eins dags námskeið eða listasmiðja og kostar 16.500 kr. Kennari námskeiðsins er Berglind Erna Tryggvadóttir. Námskeiðið fer fram sunnudaginn 11. febrúar, kl. 10:00-15:00. Skráning fer fram hér: https://umsokn.inna.is/#!/login/1167/659371
Útrás fyrir handóða: Mónóþrykk er fjögurra daga námskeið sem kostar 37.500 kr. Kennari námskeiðsins er Leifur Ýmir Eyjólfsson. Námskeiðið hefst þriðjudaginn 13. febrúar og því lýkur laugardaginn 17. febrúar. Skráning fer fram hér: https://umsokn.inna.is/#!/login/1167/659370
Útrás fyrir handóða: Krass er fjögurra daga námskeið í teikningu og kostar 37.500 kr. Kennari námskeiðsins er Helga Páley Friðþjófsdóttir. Námskeiðið hefst 19. mars og því lýkur 23. mars. Skráning fer fram hér: https://umsokn.inna.is/#!/login/1167/659367