top of page

Úthverfa / Outvert Art Space: Mörsugur - Margrét Dúadóttir Landmark

508A4884.JPG

föstudagur, 4. febrúar 2022

Úthverfa / Outvert Art Space: Mörsugur - Margrét Dúadóttir Landmark

MǪRSUGUR 2022

Margrét Dúadóttir Landmark
03.02 - 15.02 2022

You either die a hero or live long enough
2020
Video – 00:44 min

Fimmtudaginn 03. febrúar opnar sýning Margrétar Dúadóttur Landmark YOU EITHER DIE A HERO OR LIVE LONG ENOUGH en hún er þriðja sýningin í sýningarröðinni MǪRSUGUR 2022. Mǫrsugur er þriðji mánuður vetrar samkvæmt gömlu misseratali. Mǫrsugur er dimmasti tími vetrarins þegar allur lífsandi liggur í dvala. Til að lýsa upp myrkrið munu fjórir listamenn varpa verkum sínum á glugga Gallerís Úthverfu við Aðastræti á Ísafirði. Sýningin Mǫrsugur varir í tvo mánuði og sýningar listamannanna standa í 12 daga hver.

04.01 - 15.01 ¤ Ívar Glói
20.01 – 31.01 ¤ Sigrún Gyða Sveinsdóttir
*03.02 - 15.02 ¤ Margrét Dúadóttir Landmark*
17.02 - 28.02 ¤ Andreas Brunner

Margrét Dúadóttir Landmark (f. 1996) er myndlistarkona sem útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2020 með viðkomu í Koninklijke Academie van Beeldende Kunsten í Hollandi. Í list sinni raungerir Margrét tengslin á milli tvíræðninar og óáþreifanleikans sem einkennir hugmyndir annars vegar og gegnheilan áþreifanleika skynheimsins hins vegar, sem skapar skondna tilfinningu fyrir holdgervingu hins þversagnakennda sem slíks. Tengsl á milli óræðra hugmynda og fastmótaðs raunveruleika taka á sig hjákátlegar eða ómögulegar birtingarmyndir. Verk hennar einkennast af ljóðrænum innsetningum og persónulegri sýn á ímyndasköpun í samtímanum.
Verkið YOU EITHER DIE A HERO OR LIVE LONG ENOUGH er unnið út frá hugmyndinni um að eldast og hugmyndum barna um fullorðna. Margrét kemur bæði fram í verkinu sem barn og sem fullorðin kona.


Starfsemi Úthverfu og Slunkaríkis njóta styrkja úr Myndlistarsjóði, Uppbyggingarsjóði Vestfjarða og frá Ísafjarðarbæ.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page