top of page

Útgáfuhóf vegna bókarinnar SAMSPIL

508A4884.JPG

fimmtudagur, 21. nóvember 2024

Útgáfuhóf vegna bókarinnar SAMSPIL

Bókin er gefin út í tilefni af 100 ára fæðingarafmæli Ragnars Kjartanssonar myndhöggvara og þess að 50 ár eru síðan Myndhöggvarafélagið í Reykjavík (MHR) setti upp fyrstu almennu vinnustofurnar fyrir myndlistarmenn á Íslandi á Korpúlfsstöðum, en Ragnar vann ötullega að því máli. Í fyrri hluta bókarinar fjallar Kristín G. Guðnadóttir um listferil Ragnars, í seinni hluta hennar er grein Ingu S. Ragnarsdóttur sem reifar þau þáttaskil sem urðu í kjölfar gróskumikillar starfsemi MHR á Korpúlfsstöðum þau 20 ár sem félagið var þar með aðstöðu. Inngang skrifar Unnar Örn Auðarson en auk þess er í bókinni fjallað um sýninguna SAMSPIL sem haldin var á Korpúlfsstöðum í ágúst 2023 til að minnast þessara tímamóta. Þátttakendur í sýningunni voru auk Ragnars 12 kollegar og aðstoðarmenn hans sem nær allir voru virkir þátttakendur í þróun og starfsemi MHR: Dieter Roth, Gunnar Árnason, Inga S. Ragnarsdóttir, Ívar Valgarðsson, Jón Gunnar Árnason, Magnús Pálsson, Nanna Skúladóttir, Níels Hafstein, Ólafur Sveinn Gíslason, Kristinn E. Hrafnsson, Ragnhildur Stefánsdóttir og Þórdís Alda Sigurðardóttir.

Útgefandi bókarinnar SAMSPIL, myndhöggvarar á Korpúlfs stöðum, er murk Minningarsjóður um Ragnar Kjartansson (eldri) Samstarfsaðilar eru Myndhöggvarafélagið í Reykjavík og SÍM. Bókin er innbundin, 176 bls. og prýdd fjölda ljósmynda. Útgáfuna studdu: Myndlistasjóður, Myndstef, Miðstöð íslenskra bókmennta og Dungalssjóður.

Útgáfunni verður fagnað 28. nóvember kl.17.00 í húsakynnum Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík að Nýlendugötu 15 í Reykjavík og verður bókin þá seld á kynningarverði. Hún verður síðan fáanleg hjá SÍM, á flestum listasöfnum og í bókabúðum.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page