top of page

Útgáfuhóf í Safnahúsinu við Hverfisgötu

508A4884.JPG

þriðjudagur, 29. ágúst 2023

Útgáfuhóf í Safnahúsinu við Hverfisgötu

Þriðjudaginn 29. ágúst kl. 17 – 19

Hver var fyrsti Íslendingurinn til að halda myndlistarsýningu? Þarf öll list að vera falleg? Hvers vegna fórnar fólk svo miklu fyrir myndlistina?

Í þessari fróðlegu og fallegu bók kynnumst við eldhugum sem héldu út í heim til að læra myndlist – þeim sem lögðu grunninn að íslenskri listasögu um og upp úr aldamótunum 1900 og fram eftir 20. öld. Þau höfðu áhrif á allt það listafólk sem fylgdi í kjölfarið og einnig okkur sem njótum myndlistarinnar; á söfnum, í skólum, undir berum himni eða á heimilum. Þetta er bók fyrir alla fjölskylduna.

Margrét Tryggvadóttir hefur skrifað og þýtt fjölmargar bækur. Hún hefur hlotið margs konar verðlaun og viðurkenningar, meðal annars Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur árið 2021 fyrir unglingasöguna Sterk, Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar fyrir Kjarval – málarinn sem fór sínar eigin leiðir árið 2020 og Skoðum myndlist – Heimsókn á Listasafn Reykjavíkur árið 2007.

Á morgun, þriðjudaginn 29.ágúst fögnum við útgáfu bókarinnar í Safnahúsinu, Hverfisgötu 15, milli 17-19. Þar verður hægt að tryggja sér eintak.
Mörg þeirra listaverka sem fjallað er um í bókinni eru á sýningunni Viðnám í Safnahúsinu og því er kjörið tækifæri til þess að skoða listaverkin.
Öll velkomin!

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page