top of page

Útgáfuhóf í Pastel í Sigurhæðum á Akureyri

508A4884.JPG

fimmtudagur, 12. júní 2025

Útgáfuhóf í Pastel í Sigurhæðum á Akureyri

Á fimmtudag 12. júní klukkan fimm verður tveimur splunkunýjum verkum eftir tvo frábæra og ólíka listamenn í Pastel ritröð fagnað í Sigurhæðum á Akureyri.

Verk nr 39 eftir Boaz Yosef Friedman heitir Born in a Burning house og samanstendur af teikningum, prósum og ljóðum. Boaz er myndlistamaður og starfar út frá Reykjavík.

Verk nr 40 í Pastel ber titilinn Gjaldfelld og er eftir Ester Hilmarsdóttur rithöfund með meiru í Aðaldal í Þingeyjarsýslu. Ester kemur hér með skörp ljóð og fínlegar teikningar.

Fanney Kristjáns Snjólaugardóttir flytur nokkur lög.

Grafíska hönnun og uppsetningu fyrir prent gerir Cave Canem hönnunarstofa á Akureyri og Prentsmiðjan á Akureyri hefur umsjón með prentun. Útgefandi er Flóra menningarhús á Akureyri.

Menningarverkefnið Pastel ritröð hófst árið 2017 og er styrkt af Uppbyggingarsjóði Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi Eystra, Menningarsjóði Akureyrar og Útgáfufélaginu. Pastel hefur á undanförnum árum gefið út 40 frumsamin verk eftir 41 listamann og staðið fyrir tæplega 100 viðburðum víða um land.

Verkin eru gefin út í 100 árituðum og númeruðum eintökum og hægt er að nálgast þau til dæmis á www.pastel.is..

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page