Úlfur Karlsson: Dýptarmælingar
fimmtudagur, 4. janúar 2024
Úlfur Karlsson: Dýptarmælingar
Til að ná botninum þar sem aflinn er mestur þarf að fara í gegnum draslið sem flýtur á yfirborðinu.
Laugardaginn 6. janúar kl 16 verður opnuð í Gallerí Núlli við Bankastræti sýning á verkum listamannsins Úlfs Karlssonar.
Á sýningunni sem stendur til 7. janúar er eitt stórt málverk, Yfirborð, ásamt öðrum minni frá dvöl listamannsins í Róm á upphafsdögum covid faraldarins og hljóðverki eftir Díönu Karlsdóttur.
Úlfur Karlsson er fæddur 1988 og m.a. menntaður í Kvikmyndaskóla Íslands og Valand, listaháskólann í Gautaborg.
Hann hefur sýnt víða um Evrópu og í Bandaríkjunum, verið kynntur á listamessum m.a. í Vínarborg, Riga og Miami og verk eftir hann má finna í Collection Zaniany í Palais Rasumofsky og Hilger Collection í Vínarborg ásamt Artby í Svíþjóð og í einkasöfnurum í Svíþjóð og á Íslandi.
Sjá nánar á www.ulfurkarlsson.com