top of page

Úkraínsk mynsturgerð í Gerðarsafni

508A4884.JPG

fimmtudagur, 27. apríl 2023

Úkraínsk mynsturgerð í Gerðarsafni

Fjöltyngd listsmiðja | Fjölskyldustundir á laugardögum
29. apríl kl. 13-15

Velkomin í fjöltyngda listsmiðju sem leiðir saman menningarheima í gegnum úkraínsk mynstur!

Í smiðjunni verður þátttakendum boðið að teikna á efni og skreyta sín eigin fötin undir áhrifum frá úkraínskum mynstrum. Þeim verður einnig boðið að fræðast um hefðbundinn úkraínskan textíl eins og vyshyvanka og rushnyk sem eru útsaumaðar skyrtur og klæði skreytt með táknum úr fornri menningu. Þátttakendur eru hvattir til að koma með eigin boli eða flíkur til að teikna á, en á staðnum verður allt sem þarf til að búa til sína eigin útgáfu af rushnyk. Smiðjustýrur eru Iryna Kamienieva og Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir.

Smiðjan er haldin í samstarfi við hjálparsamtökin Get Together og í tengslum við sýninguna Að rekja brot.
Smiðjan hentar öllum aldri og er hvorki krafist þekkingar á vefnaði né bakgrunns í listum. Hægt er að koma við á þeim tíma sem hentar hverjum og einum og dvelja eins lengi og hentar. Gert er ráð fyrir að börn mæti í fylgd fullorðinna. Smiðjan er á íslensku, ensku og úkraínsku.

Aðgangur ókeypis og öll hjartanlega velkomin!

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page