Önnur úthlutun úr Muggi - dvalarsjóði Reykjavíkurborgar, Myndstefs og SÍM

fimmtudagur, 9. október 2025
Önnur úthlutun úr Muggi - dvalarsjóði Reykjavíkurborgar, Myndstefs og SÍM
Úthlutunarnefnd Muggs hefur lokið úthlutun úr sjóðnum fyrir tímabilið 01.09.2025-28.02.2026. Alls voru veittir styrkir fyrir 20 verkefni, samtals 38 vikur.
Muggur veitir styrki í vikum talið, 50.000 kr fyrir vikudvöl erlendis. Einstaka sinnum eru veittir styrkir í fleiri vikur, en þó aldrei fleiri en 3 vikur í senn.
Meðal þeirra sem hlutu styrk að þessu sinni voru Ásta Vilhelmína Guðmundsdóttir, vegna dvalar og sýningar í Tokyo, Ingibjörg Jara Sigurðardóttir vegna vinnustofudvalar í Þrándheimi, Ólafur og Libia Castro vegna verkefnisins La Rehabilitación de la Casa Invisible, auk Heklu Daggar Jónsdóttur sem hlaut styrk vegna verkefnis á vegum Kaupmannahafnarháskóla um borð í sjávar rannsóknar skipinu RV Kronpins Haakon.
Listi yfir alla styrkhafa Muggs má finna hér: https://www.sim.is/muggur


