top of page

Ósýndarheimar – sýningarstjóraspjall í Hafnarborg

508A4884.JPG

þriðjudagur, 25. apríl 2023

Ósýndarheimar – sýningarstjóraspjall í Hafnarborg

Sunnudaginn 30. apríl kl. 14 mun Daría Sól Andrews, sýningarstjóri, leiða gesti um sýninguna Ós‎‎ýndarheima, sem nú stendur yfir í Hafnarborg en þar er sjónum beint að stafrænni list, ljósmyndun, hreyfimyndum, raunsæi og ofurveruleika.

Á s‎ýningunni er að finna verk eftir sex íslenska og erlenda samtímalistamenn sem takast á við hugmyndir um raunveruleika og sýndarleika. Í verkum þeirra birtast hugmyndir um aftengingu, kvíða og þ‏‏á gráglettni sem einkennir kynslóðina sem nú lifir og hrærist í umhverfi nýmiðlunar. Með því að beita fyrir sig stafrænum tjáningarmöguleikum draga þau meðal annars fram satíruna sem felst í streituvaldandi lífsmynstri 21. aldarinnar.

Listamennirnir sem taka þátt í sýningunni eru Kristín Helga Ríkharðsdóttir, Meriem Bennani, María Guðjohnsen, Bita Razavi, Helena Margrét Jónsdóttir og Inari Sandell.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page